Innlent

Öryrki vann 23 milljónir í lottó á laugardag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vinningshafinn hafði heppnina með sér um helgina.
Vinningshafinn hafði heppnina með sér um helgina. Vísir/Valli
Öryrki sem býr í leiguhúsnæði vann 23 milljónir í lottó á laugardaginn og var nokkuð hress í morgun þegar hann fór til Getspár til að kvitta undir vinningskröfuna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Getspá en þar segir að vinningshafinn spili alltaf á sömu tölurnar. Hann keypti miðann sinn á lotto.is en það var síðan á sunnudagsmorgun „er  hann var í sinni hefðbundinni morgunrútínu, drekka kaffi og skoða vefmiðlana að hann veitti því athygli að einn spilari hafði unnið allan pottinn í Lottó.  Hann sá svo að hann var með eina vinningstölu rétta, svo tvær og svo þrjár tölur réttar og að lokum uppgötvaði hann að þetta voru hans tölur og hann hinn heppni vinningshafi,“ segir í tilkynningu Getspár.

Vinningshafinn ætlar að þiggja fjármálaráðgjöf sem Getspá býður upp á en svo var það fyrsta sem kom í huga hans að geta gefið barnabörnunum góðar afmælisgjafi, heimsótt eitt barna sinna sem býr erlendis og síðan jafnvel endurnýja bílinn sem er orðinn 20 ára gamall. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×