Viðskipti innlent

Primera Air tekur í notkun átta nýjar AIRBUS 321 NEO vélar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Primera Air hefur gengið frá samningum um að taka í notkun átta nýjar Airbus 321 NEO flugvélar og verða þær afhentar á árinu 2018.
Primera Air hefur gengið frá samningum um að taka í notkun átta nýjar Airbus 321 NEO flugvélar og verða þær afhentar á árinu 2018. Mynd/Primera Air
Primera Air hefur gengið frá samningum um að taka í notkun átta nýjar Airbus 321 NEO flugvélar og verða þær afhentar á árinu 2018.

Um er að ræða flugvélar af nýrri kynslóð Airbus véla sem hafa lengri flugdrægni en flugvélar hafa áður haft og mun gera Primera Air kleift að opna nýjar flugleiðir milli Evrópu og Bandaríkjanna sem áður hefur aðeins verið mögulegt með breiðþotum.

Primera Air verður jafnframt fyrsta flugfélag í heiminum til að taka í notkun Airbus 321LR flugvélar, en það verður langdrægasta vél þessarar tegundar í heiminum með yfir 4.000 mílna flugþol. 

Samningurinn var undirritaður á flugsýningunni í París í Frakklandi í dag og er gerður við AirCap, sem er annað stærsta flugvélaleigufyrirtæki heims með yfir 1.100 flugvélar í sínu eignasafni.

„Við erum afskaplega stolt af þessum samningi og að endurnýja vel heppnað samstarf okkar við AerCap. Hin nýja Airbux 321LR breytir öllu á þessum markaði og Primera Air verður fyrsta flugfélagið til að fá þessa vélartegund og gerir okkur kleift að geta flogið milli Evrópu og Ameríku með hagkvæmari hætti en áður hefur verið hægt. Þessar nýju vélar eru í raun stærsta skref sem stigið hefur verið á þessum markaði í yfir tvo áratugi,“ segir Andri Már Ingólfsson, eigandi Primera Air í tilkynningu.

Fyrsta Airbusvél Primera Air verður afhent í mars 2018 en nýtt leiðarkerfi Primera Air verður kynnt á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×