Fjölskylduföðurnum vísað úr landi: „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. júní 2017 20:00 Regína, eiginkona Eugene. Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Nígerískri fjölskyldu var stíað í sundur í dag þegar fjölskylduföðurnum var vísað úr landi. Brottvísuninni var mótmælt fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Talsmenn félagasamtaka segja að yfirvöld virði hvorki barnasáttmálann né vilja löggjafans. Eugene er þriggja barna faðir en hann hefur verið hér á landi í um þrjú ár ásamt barnsmóður sinni Reginu en þau flúðu heimalandið vegna ofsókna að eigin sögn. Saman eiga þau þrjú börn, fjögurra ára, tveggja ára og fimm mánaða. Tvö barnanna fæddust á Íslandi. Þau hafa fengið synjun um hæli í tvígang. Brottvísun Reginu og barnanna var frestað á dögunum en það sama gilti ekki um Eugene sem var handtekinn seinni partinn í gær og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Honum var svo vísað úr landi í dag. Hópur manna var saman kominn fyrir framan lögreglustöðina í dag til að mótmæla brottvísuninni. Elísabet Jean Skúladóttir og Ester Hansen hafa starfað náið með Eugene á veitingastaðnum Sægreifanum. „Fjölskyldan er honum allt. Hann er ótrúlega duglegur og metnaðarfullur og það skiptir hann mestu máli að börnin hans fái sömu tækifæri og aðrir að læra,“ segir Elísabet. „Þetta hlýtur að brjóta á réttindum barnanna þar sem þau eiga að eiga báða forelda og þau fæðast á Íslandi,“ segir Ester. Þær segja að starfsmenn Sægreifans hafi tekið málið mjög inn á sig. „Hann er að reyna fá gott líf. Hann vill vinna og vill gera gott en það er bara ekki í boði,“ segir Ester. Nýlega lagði kærunefnd útlendingamála fyrir Útlendingastofnun að veita fjölskyldu frá Togo dvalarleyfi og var sú ákvörðun meðal annars grundvölluð á því hversu lengi fjölskyldan hefur verið á landinu. Í samtali við fréttastofu segir lögmaður Eugene og Reginu, Gísli Kr. Björnsson, að hann vinni nú að nýrri beiðni um endurupptöku á málinu þar sem meðal annars verði byggt á þessari ákvörðun kærunefndarinnar. Aðstæður Eugene og Reginu séu sambærilegar. Félagasamtök á Íslandi hafa gagnrýnt ákvarðanir Útlendingastofnunar er varða börn. „Að það sé verið að vísa fólki úr landi yfir höfuð eftir svona langan tíma er mjög slæmt og enn frekar þegar það er um börn að ræða. Börn aðlagast mjög hratt,“ segir Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossi Íslands. „Í barnasáttmálanum eru ákvæði þess efnis að það eigi ekki að aðskilja börn frá foreldrum sínum nema í neyð ef að einhvers konar aðstæður eru þess efnis fyrir barnið að það skuli ekki umgangast foreldrið sitt,“ segir Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Barnaheillum. Hún útskýrir að í nýju útlendingalögunum séu ákvæði sem er ætlað að koma í veg fyrir að fólki sé vísað úr landi eftir langa dvöl á landinu. „Við teljum í rauninni að þarna sé ekki verið að fylgja því sem löggjafinn ætlaði sér með þessari löggjöf. Að koma í veg fyrir svona atvik og ef þetta er ennþá að eiga sér stað þá sjáum við það að markmiði löggjafans er ekki náð,“ segir Arnadís.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Pallborðið: Síðasta einvígið Innlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira