Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum stórum sakamálum á undanförnum árum. Skilgreining hugtaksins virðist þó vera nokkuð á reiki í dómaframkvæmd. vísir/gva Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira