Ólíkar niðurstöður í áþekkum málum Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir markaðsmisnotkun í nokkrum stórum sakamálum á undanförnum árum. Skilgreining hugtaksins virðist þó vera nokkuð á reiki í dómaframkvæmd. vísir/gva Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Af dómaframkvæmd á Norðurlöndunum má ráða að hugtakið markaðsmisnotkun sé skilgreint með of víðtækum hætti sem endurspeglast meðal annars í því að dómstólar ríkjanna hafa komist að ólíkum niðurstöðum í áþekkum markaðsmisnotkunarmálum. Til dæmis hafa dómstólar í Danmörku sýknað í málum sem varða kaup á eigin hlutabréfum á sama tíma og Hæstiréttur Íslands hefur sakfellt fyrir svipaða háttsemi. Þetta segir Andri Fannar Bergþórsson, sem lauk nýlega doktorsprófi frá lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar, en doktorsritgerð hans fjallaði um markaðsmisnotkun. Andri Fannar tók nýlega við stöðu sérfræðings við lagadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem hann mun sinna kennslu og rannsóknum á sviði fjármagnsmarkaðsréttar og félagaréttar. Áður hafði hann starfað hjá Fjármálaeftirlitinu og embætti sérstaks saksóknara þar sem hann kom meðal annars að rannsókn og saksókn mála sem vörðuðu markaðsmisnotkun og innherjasvik. Í doktorsritgerðinni skoðaði hann ítarlega alla dóma á efri dómstigum Norðurlandanna, þar sem reynt hefur verið á ákvæði um markaðsmisnotkun, alls um 65 dóma. Frá 2005 hafa ríki innan EES-svæðisins haft sambærilegt markaðsmisnotkunarákvæði í sinni löggjöf, en það var þó ekki fyrr en í kjölfar fjármálakreppunnar árið 2008 að það fór að reyna almennilega á ákvæðin. Sem dæmi var eina dómafordæmið í íslenskum rétti fram til ársins 2011 héraðsdómur frá 2003. Nokkrir dómar hafa fallið á undanförnum árum, sem fjölluðu meðal annars um kaup gömlu bankanna á eigin bréfum fyrir hrun, og má segja að dómaframkvæmdin sé öll að skýrast.Andri Fannar Bergþórsson, sérfræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík„Við byggjum okkar reglur á Evrópulöggjöf. Hugmyndin var sú að greina nákvæmlega hvað skilji á milli markaðsmisnotkunar og annarrar hegðunar á markaði. Hvað gerir hegðun að markaðsmisnotkun og hvað ekki?“ segir hann. Skilgreiningin á markaðsmisnotkun sé ítarleg, en vísi til alls konar hugtaka sem séu opin og matskennd, svo sem „óeðlilegt verð“, „rangar upplýsingar“ og „sýndarmennska“, svo dæmi séu tekin. Ein helsta niðurstaða ritgerðarinnar er að forsenda þess að háttsemi teljist til markaðsmisnotkunar sé að hún veiti markaðinum rangar eða misvísandi upplýsingar. Háttsemin þarf með öðrum orðum að vera blekkjandi. Sé því skilyrði ekki fullnægt telst háttsemin ekki markaðsmisnotkun, jafnvel þó hún sé að einhverju leyti siðferðilega ámælisverð. „Mitt framlag var að skýra hugtakið betur og draga fram þessi tvö skilyrði: að um sé að ræða ranga eða misvísandi upplýsingagjöf til markaðarins og að sú upplýsingagjöf sé líkleg til að hafa áhrif á virði fjármálagernings. Slíkt viðmið ætti að stuðla að því að aðilar á markaði átti sig betur á því hvaða hegðun fellur undir bannið við markaðsmisnotkun,“ segir hann. Andri Fannar segist hafa komist að því í rannsókninni hve mismunandi framkvæmdin hjá dómstólum á Norðurlöndum sé. „Það sýnir hve matskennt þetta er. Á sama tíma og sakfellt var fyrir markaðsmisnotkun hjá gömlu bönkunum hér á landi var til dæmis sýknað í áþekkum málum í Danmörku sem vörðuðu kaup EBH bankans á eigin bréfum. Eftir að ég skilaði inn doktorsritgerðinni í febrúar féll reyndar dómur í Danmörku þar sem sakfellt var fyrir sams konar háttsemi í svokölluðu Parken-máli.“ Ríkin byggi á svipaðri skilgreiningu á markaðsmisnotkun, en engu að síður sé misjafnt hvernig dómstólarnir líta á hugtakið.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira