Drengur með hvítblæði ítrekað sendur heim og ranglega greindur með flensueinkenni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. júní 2017 19:32 Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum. Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sex ára drengur með hvítblæði var ítrekað sendur heim af heilsugæslunni á Akureyri, ranglega greindur með flensueinkenni. Foreldrar drengsins eru sárir út í kerfið og vilja að plagg með einkennum á krabbameini í börnum verði gert aðgengilegra. Helgi Guðsteinn Reynisson greindist með hvítblæði ALL (Acute Lymphocytic Leukemia) í apríl síðastliðnum, aðeins sex ára gamall. Foreldar hans eru sárir út í kerfið en þau leituðu ítrekað á heilsugæsluna á Akureyri áður en hann fékk rétta greiningu. „Hann var bara greindur með kvef og lungnabólgu og flensuna ofan í það og svo var hann bara pestsækinn. Við vorum send heim með pensilín í poka,“ segir Margrét Fanney Sigurðardóttir, móðir Helga. Þá hafi þau hringt í nokkur skipti á heilsugæsluna enda höfðu þau áhyggjur af litlum sem engum bata drengsins. „Þá var alltaf sagt: vertu ekki að þessu stressi. Þetta gengur yfir. Það voru bara svörin sem maður fékk. Við fórum allavega þrisvar með hann á heilsugæsluna og svo öll símtölin. Þetta voru svona sjö vikur,“ segir Margrét Fanney.Vill að foreldrar hlusti á innsæið Margrét er með þau skilaboð til foreldra að hlusta á innsæið. „Vera vakandi og gefa sig ekki. Ef þú heldur eitthvað þá áttu að fá svör. Ef þú ert ekki sáttur við svörin sem þú færð frá lækni áttu að heimta blóðprufur,“ segir Margrét Fanney. Margrét útskýrir að Helgi hafi verið með einkenni krabbameins í börnum en að hún hafi ekki haft hugmynd um það. „Þetta er ekki það sem þú ert að googla eða lesa þig til um ef þú ert með heilbrigt barn. Þetta er alls ekki það fyrsta sem þig dettur í hug,“ segir Margrét Fanney. Hún vill að plagg með viðvörunarmerkjum um fyrstu einkenni um krabbamein í börnum verði gert aðgengilegra fyrir foreldra.„Mér finnst allt í lagi að setja einn svona bækling í möppuna sem þú færð þegar þú ferð heim með barnið þitt af sjúkrahúsinu. Og svo á öllum heilsugæslustöðvum,“ segir Margrét Fanney og bætir við að það gæti leitt til þess að hægt væri að grípa fyrr inn í. „Hvort þetta hefði verið svona langt komið eins og raunin var ef hann hefði fengið greininguna í janúar en ekki í apríl, maður veit það ekki,“ segir Margrét Fanney.Tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð Helgi dvelur nú á Barnaspítalanum og tekst á við tveggja og hálfs árs lyfjameðferð. „Þegar þú heyrir að barnið þitt er með krabbamein: það bara hrinur allt í kring um þig. Eins og ég upplifði það þá er það bara krabbamein sama sem dauði.“ Hún útskýrir að fyrst hafi orðið krabbamein ekki verið notað en að í dag sé það ekki feimnismál lengur. Fjölskyldan reynir að vera bjartsýn. „Þetta er erfitt. Þetta er alveg ógeðslega erfitt verkefni en við tökum því eins og öðru,“ segir Margrét Fanney.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira