Bensínið í Costco blandað bætiefnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2017 23:25 Bensínið í Costco hefur alið af sér eldheitar umræður í íslensku samfélagi síðustu misserin. Vísir/eyþór Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið. Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Bensín sem selt er í Costco er blandað bætiefni sem á að smyrja bíla og auka sparneytni. Rannsókn Umhverfisstofnunar leiðir þetta í ljós en ekki er hægt að staðfesta hvort efnið hafi umrædd áhrif. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV í kvöld. Staðfest hefur verið að Costco blandar bætiefni í eldsneyti sem það kaupir hér á landi af Skeljungi. Bætiefnið á meðal annars að hjálpa til við hreinsun og smurningu bílvéla. Í frétt RÚV kom fram að verslunarrisinn skeri sig úr hvað eldsneytisblöndun varðar en aðrar bensínstöðvar blanda ekki sitt eigið eldsneyti.Ekki víst hvort bætiefnið hafi tilætluð áhrif Eldsneytið í Costco hefur verið mikið á milli tannanna á Íslendingum undanfarnar vikur. Bensínið er það ódýrasta á landinu en því hefur jafnframt verið haldið fram að með Costco-eldsneytinu komist bílar beinlínis lengri vegalengdir en með öðru eldsneyti. Umræða um þetta hefur verið áberandi í sérstökum Costco-hóp á Facebook en margir meðlimir hópsins bentu þó á að eyðsla bíla fari eftir aðstæðum hverju sinni. Í kjölfar umræðunnar staðfesti Umhverfisstofnun að bætiefni væri blandað eldsneytinu í Costco. Gerð var rannsókn á efninu sem bætt er út í Costco-bensínið en stofnunin fékk ábendingu um blöndunina frá heilbrigðiseftirlitinu. Eiríkur Þ. Baldursson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við RÚV að um væri að ræða bætiefni frá fyrirtækinu Lubrizol. Hann sagði þessu bætiefni bætt við í mjög litlu magni og getur ekki sagt til um hvort það smyrji vélar bílanna eða geri þær sparneytnari.Vísir hefur sent Costco fyrirspurn um málið.
Costco Tengdar fréttir Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17 Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19 Raðirnar í Costco náðu enda á milli Stappfullt var í Costco í gær. 19. júní 2017 11:50 Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Sjá meira
Costco lækkar verð á eldsneyti enn frekar Bensínverð Costco hefur lækkað enn frekar og er nú líterinn af dísel olíu 155,9 kr. og líterinn af bensíni er 164,9 kr. 22. júní 2017 10:17
Uppnám í Costco-hópnum eftir verðkönnun RÚV Verðkönnun RÚV fundið flest til foráttu. 13. júní 2017 10:19