Innlent

Yfir 2.000 manns útskrifast frá Háskóla Íslands í dag

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Mikil gleði mun ríkja hjá útskrifuðum nemendum við Háskóla Íslands
Mikil gleði mun ríkja hjá útskrifuðum nemendum við Háskóla Íslands
Brautskráning kandídata úr Háskóla Íslands er í dag. Alls útskrifast 2.087 manns úr grunn- og framhaldsnámi með 2.542 prófskírteini. Brautskráningarathafnirnar verða haldnar í Laugardalshöll og verða þær tvær.

Á fyrri athöfninni taka 809 kandídatar í framhaldsnámi við skírteinum sínum. Athöfnin er fyrir þá sem ljúka meistaranámi og kandídatsnámi. Grunnnemar útskrifast úr seinni athöfninni. Alls ljúka 1.278 kandídatar námi á grunnstigi og taka við 1.285 prófskírteinum. Þeirra á meðal er fyrsti kandídat til að ljúka BS-prófi í hagnýttri stærðfræði.

Í ár verða útskrifaðir, í fyrsta sinn, MA-nemar í fjölmiðla og boðskiptafræði frá Stjórnmálafræðideild. Námið er samstarfsverkefni Félags-og mannvísindadeildar og Stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands ásamt hug-og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Einnig brautskrást fyrstu nemendur með MA-próf í Aðferðafræði og úr þverfræðilegu framhaldsnámi hjá Hagfræði og Viðskiptafræðideild með MFin-gráðu í fjármálum.

Á Félagsvísindasviði verða samtals brautskráðir 634, 510 á Heilbrigðisvísindasviði, 273 á Hugvísindasviði, 335 á Menntavísindasviði og 335 á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×