Segir uppsagnir hjá Icelandair skýrast af árstíðasveiflu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. júní 2017 11:32 Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir uppsagnirnar ívið fleiri en í fyrra. Vísir/Anton Brink Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair. Fréttir af flugi Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira
Icelandair hefur sagt upp 115 flugmönnum og auk þess tilkynnt 70 flugstjórum að þeir verði færðir niður í stöðu flugmanns næsta vetur. Þetta kemur fram á vef Ríkisútvarpsins. Vísir leitaði svara hjá Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa félagsins sem sagði uppsagnirnar vera hluta af reglulegri starfsemi Icelandair. Hann segir að flugmenn séu ráðnir inn á vorin sem síðan sé sagt upp á haustin. „Það er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það helgast af því að það er miklu meira um að vera í fluginu og ferðaþjónustunni yfir sumarmánuðina en á veturna,“ segir Guðjón. Hann segir ákvæði kjarasamninga flugmanna kveða á um að sá háttur sé hafður á að flugmenn séu fastráðnir inn á vorin en síðan sagt upp á haustin í stað þess að þeir séu ráðnir inn sem sumarstarfsmenn eins og við á um aðra starfsmenn félagsins eins og til dæmis flugþjóna og starfsfólk „á jörðinni.“ Guðjón segir þetta gerast ár eftir ár en að uppsagnirnar séu ívið fleiri núna heldur en fyrir ári. Aðspurður hvort það sé vegna minni vaxtar félagsins svarar Guðjón neitandi: „Nei, það hefur ekkert með það að gera. Þetta snýst bara um að hafa réttan fjölda starfsmanna.“En hvers vegna var þá fleirum sagt upp störfum í ár en í fyrra? „Það var vegna þess að vöxturinn var mjög mikill á síðasta ári,“ svarar Guðjón upplýsingafulltrúi Icelandair.
Fréttir af flugi Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Sjá meira