Fríverslunarsamningur við ESB ekki sjálfgefinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júní 2017 07:00 David Davis (t.v.) og Michel Barnier (t.h.), formenn samninganefnda Bretlands og Evrópusambandsins. vísir/EPA Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira
Ekki er öruggt að Bretar nái fríverslunarsamningi við Evrópusambandið í kjölfar útgöngu landsins úr sambandinu. Þetta sagði David Davis Brexitmálaráðherra í samtali við BBC í gær. „Ég er nokkuð viss um að við náum samkomulagi. Ég er ekki hundrað prósent viss en það getur maður aldrei verið, þetta eru samningaviðræður,“ sagði Davis. Að mati Davis hafa allnokkur ríki sambandsins mikinn hag af því að ná góðum samningi við Bretland. Ef ESB ætlaði hins vegar að bjóða Bretum „refsingarsamning“ væru Bretar tilbúnir til þess að slíta viðræðum. „Við erum með áætlun sem við munum fylgja verði sú raunin,“ sagði Davis. Forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hefur sjálf þurft að sæta gagnrýni fyrir orð sín um að „enginn samningur væri skárri en slæmur samningur“. Það hefur fjármálaráðherrann Philip Hammond einnig sagt. Í síðustu viku sagði hann að það væri vissulega slæmt fyrir Bretland ef enginn samningur næðist. „Verra væri hins vegar ef samningurinn væri sérstaklega til þess gerður að mergsjúga breska hagkerfið,“ sagði Hammond. Davis fer fyrir samninganefnd Breta en viðræður við hliðstæðu hans hjá ESB, Michel Barnier, hófust í síðustu viku. „Hann vill ná samkomulagi alveg jafnmikið og við,“ sagði Davis. Davis sagði að Bretar vildu ná samkomulagi sem þjónaði hagsmunum beggja aðila. Hins vegar væri afar líklegt að nokkur aðlögunartími yrði eftir Brexit og myndu Bretar þá ekki geta stundað fríverslun við Evrópusambandsríki í eitt eða tvö ár. Í síðustu viku fundaði May með öðrum leiðtogum Evrópusambandsríkja. Lagði hún þá fram samningstilboð Breta um réttindi borgara Evrópusambandsins er búa á Bretlandi. Mætti tilboð Breta nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB. Í viðtali gærdagsins sagðist Davis vilja klára þær viðræður sem fyrst. Til að mynda þyrfti að ræða landamærin á milli Norður-Írlands, er tilheyrir Bretlandi, og Írlands, sem er aðildarríki ESB. Davis sagði vilja ríkisstjórnar May að hafa „ósýnileg landamæri“ á svæðinu.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Sjá meira