Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 26. júní 2017 15:12 Árásin átti sér stað í verslun Krónunnar á Granda þann 19. júní 2016. Vísir/Heiða Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað. Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Krónunni á Granda þann 19. júní 2016. Honum var gefin að sök líkamsárás með því að hafa veist að manni og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið þannig að maðurinn féll í gólfið og í framhaldi að hafa kýlt manninn ítrekað þar sem hann lá á gólfinu. Samkvæmt ákæru voru afleiðingar árásarinnar þær að maðurinn hlaut mörg opin sár á höfði, tognun og ofreynslu í hálshrygg og brjósthrygg og nefbrot. Árásarmaðurinn sagðist hafa verið við afgreiðslukassa inni í verslun Krónunnar þegar hann hafi séð til mannsins inni í versluninni en unnusta hans hafði verið búin að kæra manninn fyrir nauðgun. Eftir að unnusta hans hneig niður við afgreiðslukassann við að sjá manninn fór árásarmaðurinn að honum og réðist á hann. Í dómnum segir að hann hafi kýlt manninn ítrekað með krepptum hnefa og í framhaldið farið úr versluninni og gengið í áttina heim til sín. Lögreglan hafði uppi á honum með aðstoð lögreglumanns á frívakt.Sagðist hafa blindast af reiði Á meðal gagna í málinu voru myndskeið úr öryggismyndavélum Krónunnar myndskeiðin á meðal gagna málsins. Um er að ræða fimm myndbönd, sem sýna ólík sjónarhorn í versluninni. Á myndskeiði úr myndavél frá inngangi yfir ávaxta- og grænmetissvæði verslunarinnar má sjá þegar maðurinn fellur í gólfið og árásarmaðurinn stendur yfir honum. Virðist árásarmaðurinn veita honum högg þar sem hann liggur í gólfinu og viðskiptavinir reyna að stía þeim í sundur. Á myndskeiði úr myndavél yfir inngangi verslunarinnar sést ákærði ganga hörðum skrefum að manninum þar sem hann snýr í hann baki. Sést hann svo kýla manninn með hægri hendi í hægri vanga og að maðurinn falli í gólfið við höggið. Árásarmaðurinn virðist svo grúfa sig yfir manninn þar sem hann ligrru í gólfinu og veita honum ítrekuð högg. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi og bar fyrir sig að hafa misst stjórn á skapi sínu. Dómurinn taldi manninn þó sakhæfan og er tekið fram fram að hann hafi ekki getað tekið það í sínar hendur að refsa brotaþola fyrir brotin sem hún hafi kært hann fyrir. Maðurinn var dæmdur til 5 mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Honum var einnig gert að borga brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur sem og allan sakarkostnað.
Tengdar fréttir Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09 Líkamsárás í Krónunni Granda Maðurinn var illa útleikinn eftir hnefahögg. 19. júní 2016 18:35 Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Hefur ekki lagt fram kæru vegna líkamsárásar í Krónunni Lögregla kom á staðinn og bæði gerandi og fórnarlamb voru á bak og burt. 20. júní 2016 14:09
Líkamsárás í Krónunni: Nefbrotinn og hyggst leggja fram kæru á miðvikudag Fórnarlambið var statt í grænmetisdeild Krónunnar á Granda þegar maður réðst að honum. 20. júní 2016 15:50