Tjónið í flóðunum fyrir austan hleypur líklega á tugum milljóna Kjartan Kjartansson skrifar 27. júní 2017 15:30 Aur flæddi meðal annars inn í kjallara hússins við Strandarveg 27 á Seyðisfirði. Viðlagatrygging Íslands Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Líklegt er að tjónið sem varð í vatnavöxtum og aurskriðum á Austfjörðum um helgina hlaupi á tugum milljóna króna, að sögn framkvæmdastjóra Viðlagatryggingar Íslands. Upplýsingar eru um tjón á fjörutíu stöðum en um helmingur gæti fallið undir bótaskyldu viðlagatryggingar. Vatn og aur flæddi inn í nokkur hús á Seyðifirði og vatn í tvö hús á Eskifirði í vatnsveðrinu þar á föstudag og laugardag. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands, segir að starfsmenn hennar og óháðir matsmenn séu komnir austur til að byrja að leggja mat á tjónið. Það virðist hins vegar ekki vera stórkostlegt. „Okkar mat er að við séum að telja þetta frekar í tugum milljóna en hundruð milljóna. Það er langmest hjá einstaklingum og fyrirtækjum,“ segir hún.Fyrirtæki eiga mörg húsannaTjónið varð fyrst og fremst þegar vatn og aur flæddi inn í hús og kjallara, aðallega á Seyðifirði. Húsin sem urðu fyrir tjóni gætu verið á bilinu sextán til tuttugu á Seyðifirði en tvö á Eskifirði, að sögn Huldu Ragnheiðar. Á Eskifirði urðu einnig skemmdir á umgjörð brúar og lagnastokkum undir henni í aurskriðu á föstudag. Mörg húsanna sem urðu fyrir skemmdum eru í eigu fyrirtækja þar sem gistiheimili og annar rekstur var í þeim, að sögn framkvæmdastjórans. Viðlagatrygging nær yfir tjón á fasteignum, brunatryggðum innbúum, opinberum mannvirkjum, þar á meðal veitu- og lagnakerfum sveitarfélaga. Hulda Ragnheiður segir að það gæti tekið sex til átta vikur þar til endanleg niðurstaða fæst um hversu mikið greitt verður úr viðlagatrygginguAurskriða féll á Strandarveg á Seyðifirði á laugardag.Viðlagatrygging Íslands
Veður Tengdar fréttir Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04 Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32 Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48 Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18 Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Mikið vatn blandað mold og leðju flæðir niður hlíðina á Eskifirði Mikil úrkoma og vindasamt hefur verið á landinu austantil í dag. 23. júní 2017 20:04
Íbúi á Eskifirði finnur til léttis Marta Magdalena Baginska, Íbúi á Eskifirði, býr alveg við Hlíðarendaá þar sem upp úr flæddi í gær. Henni og öðrum bæjarbúum er mjög létt yfir því að þetta sé allt saman afstaðið. 24. júní 2017 14:32
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikilvægt að efla varnir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir ofanflóðavarnir, ötula vinna lögreglu og verktaka Suðurvers og Héraðsverks hafa orðið til þess að sporna gegn frekara tjóni sem varð þegar mikið vatn flæddi niður Hlíðarendaá fyrir ofan Eskifjörð. Hann segir mikilvægt að efla varnir á svæðinu. 24. júní 2017 12:48
Mikið vatnsveður á Austurlandi: Flæðir inn í hús á Seyðisfirði Framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands segir að á Seyðisfirði sé mun meira tjón á vátryggðum eignum en á Eskifirði. 23. júní 2017 23:18