Varað við nýrri hrinu tölvuárása Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. júní 2017 17:52 Smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi. vísir/getty Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar. Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Ekki hafa borist upplýsingar um tölvuárásir hér á landi líkt og gerðar voru í nokkrum Evrópulöndum í dag. Póst- og fjarskiptastofnun sér hins vegar ástæðu til þess að vara við slíkum árásum og biður fólk um að láta verði það fyrir tölvuárás. Um er að ræða nýtt afbrigði af hugbúnaði sem þekktur er undir nafninu „Petya“. Búnaðurinn hefur herjað á tölvukerfi í nokkrum löndum, svo sem í Danmörku, Bretlandi, Úkraínu og Rússlandi. Spilliforritið er gagnagíslataka þannig að gögn viðkomandi tölvu eru dulkóðuð og krafist er lausnargjalds í skiptum fyrir gögnin. Stofnunin segir að vísbendingar séu um að þetta afbrigði noti sömu smitleið og WannaCry, sem fréttir bárust af í síðasta mánuði, en Microsoft hefur þegar gefið út öryggisuppfærslu sem lokar þeirri smitleið. Á vefsíðu netöryggissveitarinnar CERT-ÍS segir að smitleið óværunnar sé ekki ljós að fullu á þessu stigi, en að vitað sé til þess að óværunni hafi verið dreift með viðhengi í tölvupósti. Netöryggissveitin óskar eftir tilkynningum um atvik sem kunna að eiga sér stað á netfangið cert@cert.is. Tölvupóstunum skuli fylgja sem ítarlegastar upplýsingar, til að mynda fjárkúgunarbréf og spillikóða. Þá mælir Póst- og fjarskiptastofnun með að gætt sé að því að:Afritataka sé trygg og regluleg svo viðkvæm gögn tapist ekki í árásum sem þessum. Afrit skal helst geyma þannig að þau séu ekki tengd við tölvur eða net.Stýrikerfi og varnarbúnaður svo sem vírusvarnir séu uppfærð með nýjustu öryggisuppfærslum frá framleiðendum.Að ekki sé smellt á viðhengi eða hlekki sem koma í óumbeðnum tölvupósti, burtséð frá því hvort sendanda sé treyst eða ekki.Ef sýking finnst skal tilkynna það til CERT-ÍSEf tölva reynist sýkt skal taka hana úr sambandi við netið strax, bæði netsnúru og WiFi. Annars er hætt við að hún sýki aðrar tölvur.Mikilvægt er að tilkynna smit til Netöryggissveitarinnar CERT-ÍS. Vinsamlega sendið tilkynningar á netfangið cert@cert.is eða í faxnúmer 510-1509.Í tilkynningunni komi fram hver varð fyrir árás, hvaða stýrikerfi er um að ræða, hvernig afleiðingarnar lýsa sér í stuttu máli og nafn, sími og tölvupóstur tengiliðar.Vefsíða netöryggissveitarinnar er á www.cert.is . Þar er að finna tæknilegar upplýsingar sem tengjast árásinni,að því er segir á vef Póst- og fjarskiptastofnunar.
Tengdar fréttir Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Upplifir að þau hafi verið lögð í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Sjá meira
Umfangsmikil tölvuárás gerð á Úkraínu Meðal annars var ráðist á ríkisbankann, orkufyrirtæki og stærsta flugvöllinn í Kænugarði. 27. júní 2017 13:41