Tóku heimilið í gegn á lygilega skömmum tíma Guðný Hrönn skrifar 28. júní 2017 09:30 Heimilið er gjörbeytt og það sést glögglega þegar "fyrir og eftir" myndir eru skoðaðar. Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar. Hús og heimili Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Margir fagurkerar með áhuga á innanhússhönnun kannast við Hrefnu Daníelsdóttur en hún bloggar á Trendnet um allt sem viðkemur heimili og hönnun. Hrefna flutti nýlega ásamt fjölskyldu sinni á nýtt heimili og náðu þau að koma sér vel fyrir á lygilega skömmum tíma. „Það eru rétt rúmlega þrír mánuðir, við fluttum inn 11. mars,“ segir bloggarinn Hrefna spurð út í hvar sé langt síðan fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði. Hrefna og sambýlismaður hennar, Páll Gísli Jónsson, tóku allt í gegn en Hrefna segir þau samt enn þá eiga svolítið í land„Þetta er enn í þróun. Við eigum eftir að klára litla baðherbergið á neðri hæðinni, erum rétt að byrja að hengja upp á veggi. Svo eigum við eftir að laga múrskemmdir utan á húsinu og nokkur smáatriði eru enn ókláruð. En við höfum nægan tíma og erum ekkert að stressa okkur of mikið.“ Hrefna og Páll hafa náð að gera afar mikið á skömmum tíma en Hrefna segir gott skipulag vera lykilinn. „Við vorum bara rétt rúmlega þrjár vikur að gera allt sem við ætluðum okkur; sparsla, pússa og mála allt húsið að innan, brjóta niður hurðargöt, parketleggja, filma og mála eldhúsinnréttingu, brjóta niður hluta af eldhúsinnréttingunni, brjóta niður baðinnréttinguna og setja upp nýja, mála alla glugga og margt fleira. Þetta er auðvitað spurning um skipulag. Við eyddum öllum okkar frítíma í húsinu og rúmlega það. Galdurinn er svo að eiga eitt stykki Palla sem var vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar, hann er auðvitað mjög handlaginn húsasmiður og fyrir vikið gátum við gert flest allt sjálf. Við eigum líka ótrúlega frábært fólk sem var alltaf tilbúið að rétta fram hjálparhönd!“Skandinavískur stíll heillar Hrefnu og Pál, það leynir sér ekki.Aðspurð hvaða rými hún sé ánægðust með á Hrefna ekki í vandræðum með að svara. „Eldhúsið, engin spurning! Ótrúleg breyting á rými þar sem við nýttum það sem fyrir var eins vel og við gátum en fengum samt alveg nýtt lúkk á allt. Filma og málning gera kraftaverk!“ Hrefna er greinilega reynslubolti þegar kemur að flutningum og framkvæmdum. Spurð út í hvort hún lumi á góðum ráðum fyrir þá sem eru að fara út í sams konar aðgerðir segir Hrefna: „Ég mæli með að gera kostnaðaráætlun og kynna sér vel hver býður best, það er nefnilega ótrúlegt að þú getur fundið sömu vörurnar hjá mismunandi fyrirtækjum á mjög mismunandi verði. Ég mæli líka með því að fólk nýti eins mikið og það geti af því sem fyrir er. Það er algjör óþarfi að rústa öllu út.“Þeir sem vilja fá nánari innsýn inn á heimili Hrefnu geta fylgst með henni á Instagram (@hrefnadan) og á trendnet.is.„Þetta tókst allt bara ótrúlega vel hjá okkur, ekkert sem tafði ferlið og allt small mjög vel hjá okkur. Enn og aftur sannaðist hvað við erum heppin með fólkið okkar og hvað Páll er ótrúlega duglegur, ég held ég nái aldrei að hrósa honum nóg fyrir alla vinnuna og dugnaðinn sem hann lagði í þessar framkvæmdir.“Stofan eftir breytingar.
Hús og heimili Mest lesið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira