Steypa sér niður Goðafoss á kajökum: „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur“ Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 28. júní 2017 10:27 Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Hópar ræðara stunda það að steypa sér niður Goðafoss á kajökum, sér og öðrum til skemmtunar en fossinn er um 9 til 17 metra hár. Í hópi þeirra eru meðal annars fjöldi Nepala sem koma hingað árlega til að róa og kenna ferðamönnum og áhugasömum Íslendingum réttu handtökin. Marteinn Möller, einn ræðaranna sem blaðamaður Vísis rakst á við Goðafoss á dögunum, var nýkominn úr sinni annarri för niður fossinn en hann starfar sem flúðasiglingaleiðsögumaður á sumrin. Með honum í för voru Nepalarnir Bramod Mager og Goma Sunuwr, sem tóku myndbandið sem sjá má hér að ofan. Marteinn ber þeim vel söguna. „Nepalar eru bestu ræðarar sem þú finnur.“ Hann segir siglingar sem þessar eiga sér langa sögu á Íslandi, þó svo að þær hafi kannski ekki verið fyrirferðamiklar. „Straumvatns- og flúðasiglingar á Íslandi hafa fylgt Íslendingum í tugi ára. Þetta byrjaði allt, að mér skilst, fyrir austan í Eyvindará, skammt frá Egilsstöðum. Þaðan færðu siglingarnar sig suður og í Skagafjörðinn. Þetta er hálfdulið sport,“ segir Marteinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ræðarar sigla niður fossinn. Vísir greindi frá því í mars í fyrra að þýski ofurhuginn Matze Brustmann hafi gert slíkt hið sama. Fossinn var þá í klakaböndum eins og sjá má á myndunum sem fylga fréttinni.Goma Sunuwr, Bramod Mager og Marteinn Möller við Goðafoss.Vísir/KTDSmeykur en káturBramod Mager segir það lengi hafa verið draum sinn að sigla á Íslandi. Þetta er í annað sinn sem hann kemur til landsins og hefur hann tvisvar siglt niður Goðafoss; fyrra skiptið hafi verið fínt en það seinna hafi ekki gengið að óskum. Hann útskýrir með miklum tilþrifum fyrir blaðamanni hvernig snúningur sem hann hafi ætlað sér að reyna hafi mistekist og hafi það sett babb í bátinn. Mager viðurkennir að vera örlítið smeykur þegar hann steypir sér niður fossinn. „Það er það sem gerir þetta svona skemmtilegt,“ segir Mager kátur.Sjálfstraustið mikilvægt Vinkona Magers, Goma Sunuwr, er hér í sinni fyrstu Íslandsheimsókn. Hún segist gríðarlega spennt og hamingjusöm með veru sína hér og fer fallegum orðum um náttúrufegurð Íslands. Hún tekur í sama streng og Mager og segir það örlítið ógnvekjandi að sigla niður fossinn. Henni þyki það þó fyrst og fremst gaman. Hún segist hafa tvisvar áður hafa farið niður fossa á kajak en hvorugur þeirra hafi verið á hæð við Goðafoss. Þegar svona siglingar eru annars vegar segir hún að nauðsynlegt að vera með sjálfstraustið í lagi ef ekki á illa að fara. Þegar Vísir kvaddi þremenninganna voru þau í óðaönn við að undirbúa sig fyrir enn eina salíbununa niður fossinn. Þau eru meðal þeirra sem standa að róðrakeppninni Midnight Sun Whitewater Festival sem fram fer um helgina og eru allir velkomnir. Nánari upplýsingar má nálgast hér. Myndband af einni ferð þeirra Marteins og Mager niður Goðafoss má sjá hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Fór niður Goðafoss á kajak Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. 3. mars 2016 21:57
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“