Gylfi Zoëga kemur fjármálaráðherra til varnar í Stóra-seðlamálinu Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 28. júní 2017 18:48 Gylfi Zoëga, hagfræðingur segir hugmyndina um afnám seðla ekki hafa komið upphaflega frá fjármálaráðherra. Vísir/Pjetur Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að hugmynd Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að takmarka notkun seðla sé ekki ný af nálinni. Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. RÚV greinir frá. Gylfi gagnrýnir í greininni umræðuna sem myndaðist í þjóðfélaginu í kjölfar málsins. Ekki sé gerður greinarmunur á hugmyndinni sjálfri og þeim sem standi að baki henni. Hann gagnrýnir einnig að önnur hlið málsins hafi aðeins fengið athygli. Hugmyndina um takmörkun seðla má, að sögn Gylfa, rekja til hagfræðinga sem hafi löngum stungið upp á því að afnema seðla og mynt til að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Nafnvextir eru vextir af fjárfestingum, lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Talið var að lækkun nafnvaxta gæti haft áhrif á örvun hagkerfisins. Gylfi segist skilja hugmynd Benedikts þar sem stóran hluta af hinu svarta hagkerfi megi rekja til notkun seðla. Svört starfsemi sé algeng hér á landi og telur Gylfi að skattsvik megi meðal annars rekja til erlends vinnuafls sem ekki sé skráð en einnig til smáfyrirtækja í ferðaþjónustu. Hann telur að Benedikt eigi hrós skilið fyrir að koma fram með þessa hugmynd og telur að jafnvel hefði verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að öll þjóðin gæti tekið raunverulega afstöðu til málsins. Efnahagsmál Stj.mál Tengdar fréttir Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33 Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Gylfi Zoëga, hagfræðiprófessor og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, segir að hugmynd Benedikts Jóhannessonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um að takmarka notkun seðla sé ekki ný af nálinni. Gylfi segist skilja hugmyndina sem liggur að baki tillögunni og ver ráðherrann í nýrri grein sem hann skrifar í tímaritið Vísbendingu. RÚV greinir frá. Gylfi gagnrýnir í greininni umræðuna sem myndaðist í þjóðfélaginu í kjölfar málsins. Ekki sé gerður greinarmunur á hugmyndinni sjálfri og þeim sem standi að baki henni. Hann gagnrýnir einnig að önnur hlið málsins hafi aðeins fengið athygli. Hugmyndina um takmörkun seðla má, að sögn Gylfa, rekja til hagfræðinga sem hafi löngum stungið upp á því að afnema seðla og mynt til að lækka nafnvexti niður fyrir núll. Nafnvextir eru vextir af fjárfestingum, lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum. Talið var að lækkun nafnvaxta gæti haft áhrif á örvun hagkerfisins. Gylfi segist skilja hugmynd Benedikts þar sem stóran hluta af hinu svarta hagkerfi megi rekja til notkun seðla. Svört starfsemi sé algeng hér á landi og telur Gylfi að skattsvik megi meðal annars rekja til erlends vinnuafls sem ekki sé skráð en einnig til smáfyrirtækja í ferðaþjónustu. Hann telur að Benedikt eigi hrós skilið fyrir að koma fram með þessa hugmynd og telur að jafnvel hefði verið hægt að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um málið þannig að öll þjóðin gæti tekið raunverulega afstöðu til málsins.
Efnahagsmál Stj.mál Tengdar fréttir Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33 Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53 Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00 Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58 Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19 Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Æsingurinn í Stóra-Seðlamálinu grundvallast á misskilningi Jón Steinsson hagfræðingur segir ódýran greiðslumáta fylgja tillögunum um að afleggja fimm og tíu þúsund króna seðlana. 26. júní 2017 13:33
Lagt til að 10.000 og 5.000 krónu seðlar verði afnumdir Talið er að um hundrað milljörðum sé komið undan skatti á Íslandi á hverju ári og segir fjármálaráðherra raunhæft að ná í stóran hluta þess fjár. 22. júní 2017 11:53
Þingmaður segir forræðishyggju að taka seðlana úr umferð Seðlabankinn átti ekki fulltrúa í nefnd um að setja skorður við notkun reiðufjár. Samkvæmt lögum hefur bankinn það hlutverk að ákveða hvaða seðlar eru í umferð. Þingmaður gagnrýnir skort á samráði. 23. júní 2017 09:00
Stjórnvöld segja skattsvikurum stríð á hendur Fjármálaráðherra segir vel hægt að ná til þeirra sem svíkja undan skatti með samræmdu átaki, meðal annars með því að minnka seðlamagn í umferð. 22. júní 2017 18:58
Benedikt segist vera búinn að læra sína lexíu eftir stóra seðlamálið "Stóra markmiðið er baráttan gegn skattsvikum, gegn kennitöluflökkurum, gegn þessum skattaskjólseigendum þannig að við skulum ekki eyða tíma í það sem nefnt var í framhjáhlaupi,“ sagði Benedikt. 25. júní 2017 13:19
Fjármálaráðherra segir mikilvægt að sameinast gegn skattsvikum Benedikt Jóhannesson telur að hægt sé að ná árangri í baráttunni við kennitöluflakk enda samstaða um þau mál milli aðila vinnumarkaðrins og almennings. 23. júní 2017 18:31
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“