KALDA verður í góðum félagsskap í London Guðný Hrönn skrifar 29. júní 2017 12:15 Katrín Alda segir það vera mikinn stökkpall fyrir KALDA að komast inn í Browns Fashion tískuverslunina í Lundúnaborg. MYND/SILJA MAGG KALDA hefur verið að gera það gott undanfarið og heldur áfram að fagna velgengni. Nýjustu fréttir af KALDA eru þær að merkið mun brátt fást í versluninni Browns Fashion sem er á besta stað í London. Um mikið tækifæri er að ræða en búðin selur mörg af þekktustu tískumerkjum heims, þannig að KALDA verður í góðum félagsskap með þekktum tískumerkjum og sem dæmi má nefna Miu Miu, Gucci, D&G og Balenciaga „Þau komu á fund hjá mér síðast þegar ég var í París, í mars, og þau ákváðu að velja okkur inn,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, eigandi KALDA, aðspurð hvernig það kom til að KALDA komst inn í Browns.KALDA verður brátt í félagsskap með mörgum af þekktustu tískumerkjum heims.„Þau höfðu séð fyrstu skólínu KALDA og voru búin að fylgjast með síðan þá. Svo keyptu þau inn línu númer tvö,“ útskýrir Katrín sem segir þetta tækifæri vera ákveðinn stökkpall fyrir KALDA. „Browns hefur nefnilega í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að uppgötva ný merki, þannig að það er mjög gaman og gott að þau hafi trú á okkur.“ Katrín segir þetta vera spennandi tíma fyrir KALDA. „Þegar svona ungt merki kemst í svona stóra búð þá er það ákveðinn „game changer“. Ég finn alveg mikinn mun strax á áhuga frá fjölmiðlum og svoleiðis. Með tilkomu Browns er merkið að stækka, því núna gerum við fjórar línur á ári í staðinn fyrir tvær. Og framleiðslan er að aukast. Pöntun Browns var til dæmis mjög stór þannig að þetta breytir frekar miklu,“ segir Katrín. Töskulína væntanlegSpurð út í hvar hún sjái merkið fyrir sér eftir fimm eða tíu ár segir Katrín: „Úff, tíu ár? Mig langar allavega að halda áfram að hanna skó og koma þeim í fleiri búðir, því það er að ganga mjög vel. Ég er með topplista yfir búðir sem mig langar að komast inn í, en þetta tekur auðvitað alltaf svolítinn tíma.“ „Við stefnum að því að kynna töskulínu fljótlega og svo hugsa ég að ef allt gengur vel þá er hægt að bæta inn fötum líka. En það er alltaf best að byrja bara með einn vöruflokk, eins og skó, og ná merkinu þannig af stað. Svo er hægt að bæta við í framhaldinu. Og 10 ára draumurinn er að hafa fimm KALDA búðir, staðsettar í uppáhaldsborgunum mínum!“ Katrín er greinilega að fara skynsamlega leið með merkið.„Já, ég veit bara að það er langbest að gera þetta svona. Í allri þessari samkeppni þá virkar vel að sérhæfa sig í einhverju einu og ef þú nærð því á flug þá getur þú fikrað þig áfram í öðru.“ Það eru spennandi tímar fram undan hjá KALDA og margt í gangi. „Það er ýmislegt fleira á döfinni, en ekkert sem ég get sagt nánar frá eins og er. Nema að við verðum með viðburð á tískuvikunni í New York í september,“ segir Katrín að lokum. Þess má geta að KALDA fæst í Yeoman á Skólavörðustíg og í vefversluninni Shopbop.com. Von bráðar fer línan svo inn í Browns Fashion og samhliða því í vefverslunina Farfetch en Browns er í eigu Farfetch. Það er því ljóst að KALDA er komið inn á kortið á erlendri grundu. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
KALDA hefur verið að gera það gott undanfarið og heldur áfram að fagna velgengni. Nýjustu fréttir af KALDA eru þær að merkið mun brátt fást í versluninni Browns Fashion sem er á besta stað í London. Um mikið tækifæri er að ræða en búðin selur mörg af þekktustu tískumerkjum heims, þannig að KALDA verður í góðum félagsskap með þekktum tískumerkjum og sem dæmi má nefna Miu Miu, Gucci, D&G og Balenciaga „Þau komu á fund hjá mér síðast þegar ég var í París, í mars, og þau ákváðu að velja okkur inn,“ segir Katrín Alda Rafnsdóttir, eigandi KALDA, aðspurð hvernig það kom til að KALDA komst inn í Browns.KALDA verður brátt í félagsskap með mörgum af þekktustu tískumerkjum heims.„Þau höfðu séð fyrstu skólínu KALDA og voru búin að fylgjast með síðan þá. Svo keyptu þau inn línu númer tvö,“ útskýrir Katrín sem segir þetta tækifæri vera ákveðinn stökkpall fyrir KALDA. „Browns hefur nefnilega í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að uppgötva ný merki, þannig að það er mjög gaman og gott að þau hafi trú á okkur.“ Katrín segir þetta vera spennandi tíma fyrir KALDA. „Þegar svona ungt merki kemst í svona stóra búð þá er það ákveðinn „game changer“. Ég finn alveg mikinn mun strax á áhuga frá fjölmiðlum og svoleiðis. Með tilkomu Browns er merkið að stækka, því núna gerum við fjórar línur á ári í staðinn fyrir tvær. Og framleiðslan er að aukast. Pöntun Browns var til dæmis mjög stór þannig að þetta breytir frekar miklu,“ segir Katrín. Töskulína væntanlegSpurð út í hvar hún sjái merkið fyrir sér eftir fimm eða tíu ár segir Katrín: „Úff, tíu ár? Mig langar allavega að halda áfram að hanna skó og koma þeim í fleiri búðir, því það er að ganga mjög vel. Ég er með topplista yfir búðir sem mig langar að komast inn í, en þetta tekur auðvitað alltaf svolítinn tíma.“ „Við stefnum að því að kynna töskulínu fljótlega og svo hugsa ég að ef allt gengur vel þá er hægt að bæta inn fötum líka. En það er alltaf best að byrja bara með einn vöruflokk, eins og skó, og ná merkinu þannig af stað. Svo er hægt að bæta við í framhaldinu. Og 10 ára draumurinn er að hafa fimm KALDA búðir, staðsettar í uppáhaldsborgunum mínum!“ Katrín er greinilega að fara skynsamlega leið með merkið.„Já, ég veit bara að það er langbest að gera þetta svona. Í allri þessari samkeppni þá virkar vel að sérhæfa sig í einhverju einu og ef þú nærð því á flug þá getur þú fikrað þig áfram í öðru.“ Það eru spennandi tímar fram undan hjá KALDA og margt í gangi. „Það er ýmislegt fleira á döfinni, en ekkert sem ég get sagt nánar frá eins og er. Nema að við verðum með viðburð á tískuvikunni í New York í september,“ segir Katrín að lokum. Þess má geta að KALDA fæst í Yeoman á Skólavörðustíg og í vefversluninni Shopbop.com. Von bráðar fer línan svo inn í Browns Fashion og samhliða því í vefverslunina Farfetch en Browns er í eigu Farfetch. Það er því ljóst að KALDA er komið inn á kortið á erlendri grundu.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira