iPhone tíu ára: Síminn sem boðaði byltingu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 29. júní 2017 15:00 Steve Jobs með fyrstu gerð iPhone árið 2007. Athugið að afmælishattinum hefur verið bætt inn á myndina. Vísir/Getty Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007. Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Tíu ár eru í dag liðin síðan iPhone kom fyrst á markað í Bandaríkjunum. Helsti keppinautur iPhone á markaði, Samsung Galaxy, kom ekki á markað fyrr en um tveimur árum síðar. Nú, tíu árum síðar, virðist fyrsta kynslóð iPhone ekki ýkja merkileg. Engin 3G tenging var í símanum, sem var algengt víð aum heim, batteríið entist ekki lengi og myndavélin, sem ekki var með flassi, var léleg. Hann kostaði 499 dollara, eða í kringum 50 þúsund íslenskar krónur sem þótti þá mjög mikið fyrir farsíma, og kaupendur í Bandaríkjunum þurftu að skuldbinda sig til tveggja ára hjá símafyrirtækinu AT&T. Þegar litið er til baka er fyrsta útgáfan af iPhone þó eini síminn sem var á markaði fyrir 10 árum sem gæti átt erindi við fólk í dag. Hér var kominn fyrsti síminn sem var með snertiskjá í góðri upplausn, allt var í lit og enn í dag er nokkurn veginn sama útlit á stjórnkerfi símans.Persónuleg afsökunarbeiðni frá Steve Jobs Síminn var satt best að segja ólíkur öllu öðru á markaði og seldist eins og heitar lummur. Ein milljón eintaka seldist á fyrstu tveimur mánuðunum en þó komu upp nokkrar hindranir á fyrstu mánuðunum. Til að byrja með var framleiðslu á minni gerð símans, sem var fjögur gígabæt, alfarið hætt og stærri gerðin (8GB) lækkuð í verði um 200 dollara. Síminn varð þá meira heillandi í augum nýrra kaupenda en þeir sem þegar höfðu keypt sér 4GB síma fannst þeir hafðir að fíflum. Þeir sem höfðu keypt 4GB símann fengu 100 dollara inneign hjá Apple og persónulega afsökunarbeiðni frá forstjóranum, Steve Jobs. Þá vantaði nokkra hluti í fyrstu útgáfuna sem notendum þykir ómissandi í dag. Engin App Store var í fyrstu kynslóðinni til dæmis og þá var ekki hægt að klippa eða líma texta. Þegar önnur kynslóð símans, iPhone 3G, kom á markað ári seinna fengu notendur langþráða 3G tengingu ásamt GPS. Tveimur árum seinna, með komu iPhone 4 sáu notendur myndavél framan á símanum og FaceTime bættist við app flóruna. iPhone 5s kynnti svo til leiks fingrafaraskannann árið 2013 og árið 2014 bættist við möguleikinn að borga í verslunum í gegnum símann. Nýjasta uppfærslan kom síðasta haust með iPhone 7 og er svo spurning hvaða tækni verði næst hluti af daglegu lífi Apple unnenda um heim allan, hvort sem það er með iPhone 7s eða iPhone 8.Hér fyrir neðan má sjá Steve Jobs kynna iPhone fyrir heiminum árið 2007.
Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira