Þórey getur leikið bæði í hægri skyttunni og hægra horninu, en hún er örvhent. Hún hefur leikið 21 A-landsleik fyrir Ísland og skorað ellefu mörk.
Hún er einmitt í æfingarhóp A-landsliðsins núna sem æfir og undirbýr sig fyrir æfingarferð til Danmerkur í byrjun júlí þar sem liðið leikur æfingarleiki gegn dönskum félagsliðum.
Stjarnan varð bæði deildar- og bikarmeistari, en tapaði fyrir Fram í úrslitaeinvíginu 3-1. Þetta er liðsstyrkur fyrir Stjörnuna sem ætlar sér greinilega stóra hluti á næsta tímabili.