Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. júní 2017 18:30 Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. Ríkislögreglustjóri segir um að ræða ráðstöfun vegna nýlegra hryðjuverkaása í London og á fleiri stöðum. Þúsundir manna lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldunum. Um er að ræða hlaup sem allt frá börnum til aldraðra taka þátt í og mátti sjá gleðina skína úr mörgum andlitum. Hátíðargestir tóku sumir eftir því að lögreglumenn vopnaðir skotvopnum voru á staðnum. Mörgum brá nokkuð enda er sjaldgæft að sjá hér á landi lögreglumenn bera skotvopn við lögreglustörf sem þessi. Fréttastofa leitaði eftir skýringu á þessu í dag og fékk þau svör frá Ríkislögreglustjóra að um hafi verið að ræða sérsveitarmenn. Þessi ráðstöfun hafi verið gerð til að tryggja skjótt viðbragð sérsveitar til að vernda almenning sem kemur saman í miklu fjölmenni hérlendis og er til komin vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega. Þá má vænta þess að vopnaðir sérsveitarmenn verði sýnilegir á uppákomum sem þessari á næstunni svo sem á 17. júní samkvæmt upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra. Þá hefur fréttastofa fengið staðfest að nýtt áhættumat greiningadeildar Ríkislögreglustjóra liggi nú fyrir. Það var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sem óskaði eftir matinu ljósi þeirrar hryðjuverkaógnar sem vofir yfir Evrópu. „Við fengum það í vikunni,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hvað kemur fram í þessu áhættumati? „Áhættumatið tekur yfir almennt viðburði sem verða í miðborginni og á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Innihaldið er trúnaðarmál,“ segir Ásgeir.Af hverju er það? „Við teljum að þær ráðstafanir sem lögreglan kann að grípa til eigi ekki erindi við alla,“ segir Ásgeir. Mörgum götum var lokað á meðan á hátíðinni stóð í dag og voru meðal annars voru stórir flutningabílar voru notaðir til þess að loka götum þannig að önnur ökutæki kæmust ekki fram hjá. „Við höfum verið að velta fyrir okkur möguleikanum til þess að gera svona samkomur öruggari og við gripum til nokkurra ráðstafana í dag svona til þess að gera vegfarendur öruggari innan lokaðs svæðis,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir það alfarið í höndum Ríkislögreglustjóra að ákveða hvort og hvenær sérsveitarmenn eru vopnaðir. „Lögreglumenn frá sérsveit Ríkislögreglustjóra eru hluti af almennu löggæsluskipulagi í landinu en hvernig þeir eru búnir á hverjum tíma er ákvörðun Ríkislögreglustjóra,“ segir Ásgeir.Kemur það fram í áhættumatinu að þeir eigi að vera vopnaðir? „Eins og ég sagði áður, trúnaður gildir um þetta mat,“ segir Ásgeir.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira