Minntust franskra sjóara sem sóttu sjóinn á Íslandi 12. júní 2017 10:30 Forsetarnir Guðni og Vigdís afhjúpuðu skjöldinn ásamt sendiherra Frakka. MYND/PÁLMI JÓHANNESSON Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins. Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Rúmlega þrjátíu manns komu saman árla gærmorguns til að vera viðstaddir afhjúpun minningarskjaldar um gamla franska spítalann í Reykjavík. Spítalinn, sem á sér ríka sögu, hýsir nú Tónmenntaskóla Reykjavíkur. „Þetta var frábær athöfn og veðrið gerði mikið fyrir hana,“ segir Pálmi Jóhannesson, upplýsingafulltrúi hjá sendiráði Frakka hér á landi. „Ég taldi held ég 32 sem er nokkuð gott miðað við að þetta hófst klukkan níu um morguninn. Við áttum allt eins von á því að það kæmu ekki nema tíu eða fimmtán.“ Franskir sjómenn sóttu sjóinn við Ísland öldum saman en mest var um þá frá miðri 19. öld til upphafs fyrra stríðs. Áætlað er að þegar mest lét hafi komið hingað um 200 frönsk skip á ári og með þeim 4.000 skipverjar. Skipakostur þá var fjarri því að vera áþekkur því sem þekkist í dag og sjóskaði því mikill. Líkt og aðrir áttu sjómennirnir það til að sýkjast eða slasast. Það var af þeim sökum sem frönsk stjórnvöld létu smíða þrjá spítala fyrir þegna sína hér á landi. Sá fyrsti var reistur árið 1902 og stendur við horn Lindargötu og Frakkastígs. Frakkastígur dregur einmitt nafn sitt af sjúklingunum sem dvöldu á spítalanum. Hina spítalana var að finna í Vestmannaeyjum og á Fáskrúðsfirði. „Það eru til fjölmargar sögur frá þessum tíma af Íslendingum sem björguðu Frökkum úr sjávarháska. Frönsk stjórnvöld sýndu þakklæti sitt í verki með því að leyfa Íslendingum, sem lögðust inn á spítalann, að greiða aðeins hálft gjald fyrir vist sína þar,“ segir Pálmi. Minningarskjöldurinn hefur að geyma minningarorð um þá sem fórust auk stutts ágrips af sjósóknarsögu Frakka hér við strendur. Það voru Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Philippe O‘Quin, sendiherra Frakklands, sem afhjúpuðu skjöldinn. Á fundinum fluttu ávarp, auk áðurnefndra Guðna og Philippe, þau Albert Eiríksson, frumkvöðull um sögu Frakka á Fáskrúðsfirði, og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Reykjavíkurborg, franska sendiráðið og JCDexauc kostuðu gerð skjaldarins.
Forseti Íslands Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira