Myndir frá ógleymanlegu kvöldi í Laugardalnum Jón Hjörtur Emilsson skrifar 11. júní 2017 22:21 Strákarnir okkar tóku misvel undir í þjóðsöngnum en voru allir afar einbeittir. Vísir/Ernir Fyrr í kvöld áttust við Ísland og Króatía í Laugardalnum en leikurinn var í undankeppni HM 2018. Ísland vann leikinn 1-0 með marki frá Herði Björgvini Magnússyni. Mikil spenna var fyrir leikinn þar sem Úkraína vann Finnland fyrr í dag og hirti annað sætið af Íslandi. Því var ljóst að Ísland þyrfti nauðsynlega á sigri að halda til að komast aftur upp fyrir ofan Úkraínu, með sigri gat Ísland einnig jafnað Króatíu að stigum á toppi riðilsins. Jafnræði var með liðunum og fá skot litu dagsins ljós, það var ekki fyrr en á 90 mínútu sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði með öxlinni framhjá markverði Króata og kom Íslendingum í 1-0. Íslendingar héldu það út og brutustu út mikil fagnaðarlæti í Laugardalnum og eflaust víða eftir að dómari leiksins flautaði leikinn af. Nú er Ísland með jafnmörg stig og Króatía á toppi riðilsins þegar fjórir leikir eru eftir. Því var hér um gríðarlega mikilvægan sigur að ræða þar sem tap hefði sökkt okkur í fjórða sæti riðilsins. Kári Árnason var brattur eftir leik og talaði um leikinn sem einn sá besta sem Íslenskt landslið hefði unnið. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr leiknum.Emil Hallfreðsson átti góðan leik í dag og sá til þess að Modric gerði ekki mikinn usla.Vísir/ErnirAlfreð Finnbogason kominn framhjá Dejan Lovren leikmanni Liverpool.Vísir/ErnirRúrik Gíslason átti frábæra innkomu af bekknum í síðari hálfleik þegar okkar menn þurftu ferska fætur.Vísir/ErnirEmil Hallfreðsson í baráttunni við Mateo Kovacic leikmann Real Madrid.Vísir/ErnirJóhann Berg einn og óvaldaður með skalla á mark Króata.Vísir/ErnirLeikmenn Íslands hrúgast ofan á Hörð Björgvin eftir að Hörður skoraði axlarmark á 90 mínútu.Vísir/ErnirÍslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum fengu heldur betur allt fyrir peninginn í dag.Vísir/ErnirLeikmenn Íslands voru hvattir til dáða allan leikinn og langt eftir líka eins og sést hér.Vísir/Ernir HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira
Fyrr í kvöld áttust við Ísland og Króatía í Laugardalnum en leikurinn var í undankeppni HM 2018. Ísland vann leikinn 1-0 með marki frá Herði Björgvini Magnússyni. Mikil spenna var fyrir leikinn þar sem Úkraína vann Finnland fyrr í dag og hirti annað sætið af Íslandi. Því var ljóst að Ísland þyrfti nauðsynlega á sigri að halda til að komast aftur upp fyrir ofan Úkraínu, með sigri gat Ísland einnig jafnað Króatíu að stigum á toppi riðilsins. Jafnræði var með liðunum og fá skot litu dagsins ljós, það var ekki fyrr en á 90 mínútu sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði með öxlinni framhjá markverði Króata og kom Íslendingum í 1-0. Íslendingar héldu það út og brutustu út mikil fagnaðarlæti í Laugardalnum og eflaust víða eftir að dómari leiksins flautaði leikinn af. Nú er Ísland með jafnmörg stig og Króatía á toppi riðilsins þegar fjórir leikir eru eftir. Því var hér um gríðarlega mikilvægan sigur að ræða þar sem tap hefði sökkt okkur í fjórða sæti riðilsins. Kári Árnason var brattur eftir leik og talaði um leikinn sem einn sá besta sem Íslenskt landslið hefði unnið. Hér má sjá nokkrar vel valdar myndir úr leiknum.Emil Hallfreðsson átti góðan leik í dag og sá til þess að Modric gerði ekki mikinn usla.Vísir/ErnirAlfreð Finnbogason kominn framhjá Dejan Lovren leikmanni Liverpool.Vísir/ErnirRúrik Gíslason átti frábæra innkomu af bekknum í síðari hálfleik þegar okkar menn þurftu ferska fætur.Vísir/ErnirEmil Hallfreðsson í baráttunni við Mateo Kovacic leikmann Real Madrid.Vísir/ErnirJóhann Berg einn og óvaldaður með skalla á mark Króata.Vísir/ErnirLeikmenn Íslands hrúgast ofan á Hörð Björgvin eftir að Hörður skoraði axlarmark á 90 mínútu.Vísir/ErnirÍslenskir stuðningsmenn á Laugardalsvellinum fengu heldur betur allt fyrir peninginn í dag.Vísir/ErnirLeikmenn Íslands voru hvattir til dáða allan leikinn og langt eftir líka eins og sést hér.Vísir/Ernir
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Enski boltinn Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Tekur Pavel við Keflavík? Körfubolti FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Íslenski boltinn Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Körfubolti Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Fleiri fréttir Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Sjá meira