Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 14:30 Ungir frumkvöðlar á Ísafirði ásamt heimalningum. Frá vinstri eru: Sigurður, Ólafur og Fróði, allir 10 ára, og Guðrún, 8 ára. Martha Sigríður Örnólfsdóttir Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag: Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag:
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira