Ísfirskir krakkar selja ferðamönnum lambaknús Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júní 2017 14:30 Ungir frumkvöðlar á Ísafirði ásamt heimalningum. Frá vinstri eru: Sigurður, Ólafur og Fróði, allir 10 ára, og Guðrún, 8 ára. Martha Sigríður Örnólfsdóttir Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag: Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Börnin biðu eftir ferðamönnum í dag. Fjórir ísfirskir krakkar, sem nýkomnir eru í sumarfrí, hófu í dag að bjóða ferðamönnum að „hitta lömb og faðma þau“ fyrir 100 íslenskar krónur – eða 1 Bandaríkjadal. Móðir tveggja barnanna segir þau hafa hugsað sér gott til glóðarinnar þegar þau sáu skemmtiferðaskip, fullt af ferðamönnum, sigla í höfn á Ísafirði í morgun. Martha Sigríður Örnólfsdóttir er móðir tveggja hinna ungu frumkvöðla og vakti athygli á starfi þeirra í Facebook-færslu í dag. Í samtali við Vísi segir hún að börn sín, 8 og 10 ára gömul, séu nýkomin í sumarfrí. Þau, ásamt vinum sínum, hafi því þurft að finna sér eitthvað að gera en vel viðrar á Ísafirði í dag. „Við eigum kindur og erum með þær í Önundarfirði. Nú er sauðburður búinn en við sitjum uppi með tvo heimalninga. Í morgun sáu svo krakkarnir að það var komið skemmtiferðaskip og það fer svolítið af ferðamönnum hérna fram hjá húsinu okkar þegar skipin koma. Börnin ákváðu þess vegna að setja út skilti og bjóða upp á þessa þjónustu,“ segir Martha.Börnin hönnuðu skiltið sjálf.Martha Sigríður Örnólfsdóttir„Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar“Á skiltinu, sem börnin nota til að auglýsa þjónustu sína, stendur á ensku: „Meet lambs and hug them for 100 kr or 1 dollar,“ eða „Hittið lömb og faðmið þau fyrir 100 krónur eða einn dollara.“ Í dag hafa krakkarnir setið úti í garði og beðið eftir viðskiptavinum en lömbin tvö eru í girðingu fáeinum metrum frá. Aðspurð hvort einhverjir ferðamenn hafi bitið á agnið segir Marta svo ekki vera – enn þá. „Ferðamennirnir sem hafa átt leið hjá höfðu samt gaman að þessu, það eru náttúrulega aðallega rútur sem koma hérna eftir götunni,“ segir Martha. „En þau græddu nú nokkur bros,“ bætir hún við. Þrátt fyrir að krakkarnir hafi ekki grætt jafnmikið og gert var ráð fyrir í áætlunum segir Martha að ekki sé enn öll von úti varðandi framhald viðskiptaævintýrisins. „Það er spurning, það er aldrei að vita. Það er auðvitað ekki komið hámark á ferðaþjónustuna enn þá og um að gera að reyna að græða á þessum ferðamönnum.“Hér má sjá Facebook-færslu Mörthu frá því í dag:
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“