Skotvopnaæfingum lögreglu fjölgað mikið Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2017 09:00 Almennir lögregluþjónar hafa fengið mikla þjálfun í meðhöndlun skotvopna. Fréttablaðið/Eyþór Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira