Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Kjartan Kjartansson skrifar 14. júní 2017 07:52 Bandaríkjaforseti má ekki þiggja gjafir eða greiðslur frá erlendum leiðtogum án samþykkt þingsins. Vísir/EPA Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann. Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira
Hátt í tvö hundruð þingmenn Demókrataflokksins hafa samþykkt að stefna Donald Trump forseta. Þeir saka hann um að brjóta ákvæði stjórnarskrár sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum leiðtogum með því að halda enn í viðskiptaveldi sitt. Engir repúblikanar hafa lagt nafn sitt við málshöfðunina en öldungadeildarþingmaður demókrata, Richard Blumenthal, sem fer fyrir málinu segir að þeim verði boðið það. Hann fullyrðir að aldrei hafi fleiri þingmenn stefnt forseta Bandaríkjanna, að því er segir í frétt Washington Post. Dómsmálaráðherrar úr röðum demókrata frá Maryland-ríki og Columbia-svæði hafa þegar tilkynnt um sambærilega stefnu. Málshöfðun þingmannanna er hins vegar talin hafa sérstöðu vegna stöðu þeirra. Í stjórnarskráinni segir að forsetinn þurfi samþykki þingsins til að þiggja gjafir frá erlendum þjóðhöfðingjum. Því geti þingmennirnir fært rök fyrir því fyrir dómi að þeir eigi aðild að málinu. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við telja það þó hæpið að þingmennirnir geti leitað til dómstóla þegar þeim tekst ekki að koma vilja sínum fram í gegnum þingið.Sjá einnig:Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Sean Spicer, blaðafulltrúi Hvíta hússins, hafði áður gert lítið úr málshöfðun dómsmálaráðherranna og gefið í skyn að hún væri flokkspólitísk. Bandaríska dómsmálaráðuneytið færði rök fyrir því í greinargerð í öðru máli að það væri ekki ólöglegt fyrir forsetann að hagnast á lögmætum viðskiptum. Undanfarna mánuði hafa fregnir borist af því að fulltrúar erlendra ríkja beini viðskiptum sínum til hótela og fyrirtækja Trump í því skyni að öðlast velvild hans og mynda tengsl við forsetann.
Donald Trump Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Sjá meira