Segir valdníðslu ráða við skipan dómara við Landsrétt Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2017 14:33 Jóhannes Rúnar segist ekki geta sætt sig við að réttur sé brotinn á einstaklingum, eins og hér háttar til, án þess að bregðast við. Háttsemi af þessu tagi eigi ekki að líðast. Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, einn umsækjenda um stöðu dómara við nýtt dómsstig, Landsrétt en fékk ekki þrátt fyrir að sérstök hæfisnefnd hafi mælt með honum, hefur tekið ákvörðun um að höfða dómsmál á hendur íslenska ríkinu. Það gerir hann til að fá staðfest að ranglega hafi verið staðið að málum af hálfu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra og Alþingis við skipun í embætti dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi Rúnari, en eins og áður hefur komið fram hefur Ástráður Haraldsson höfðað mál á hendur ráðherra vegna sama máls.Hér má sjá tilkynningu Jóhannesar Rúnars í heild sinni, en þar segir meðal annars að það sé valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald sitt með þeim hætti að „ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir eða óvild, ráða ákvörðun þess.“ Jóhannes Rúnar segir að færa megi sterk rök fyrir því að málsmeðferð dómsmálaráðherra hafi verið andstæð lögum og að réttur hafi verið brotinn á þeim umsækjendum sem hún ákvað að fella brott af lista dómnefndarinnar. Sá gjörningur standist enga skoðun. „Rökstuðningur ráðherrans er almenns eðlis, ógagnsær og óljós. Hvergi er sem dæmi vikið að því hvers vegna ráðherra taldi rétt að ganga fram hjá þeim tilteknu fjórum umsækjendum sem hún gerði né hvers vegna hún kaus að velja nákvæmlega þá fjóra umsækjendur í þeirra stað sem hún valdi, fremur en til að mynda aðra umsækjendur. Jóhannes Rúnar segir að sem umsækjandi um embætti dómara við Landsrétt, hæstaréttarlögmaður og borgari í þessu landi geti hann ekki sætt sig við „að réttur sé brotinn á einstaklingum, eins og hér háttar til, án þess að bregðast við. Háttsemi af þessu tagi á ekki að líðast.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hæstaréttarlögmaður, einn umsækjenda um stöðu dómara við nýtt dómsstig, Landsrétt en fékk ekki þrátt fyrir að sérstök hæfisnefnd hafi mælt með honum, hefur tekið ákvörðun um að höfða dómsmál á hendur íslenska ríkinu. Það gerir hann til að fá staðfest að ranglega hafi verið staðið að málum af hálfu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra og Alþingis við skipun í embætti dómara við Landsrétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóhannesi Rúnari, en eins og áður hefur komið fram hefur Ástráður Haraldsson höfðað mál á hendur ráðherra vegna sama máls.Hér má sjá tilkynningu Jóhannesar Rúnars í heild sinni, en þar segir meðal annars að það sé valdníðsla þegar stjórnvald misnotar opinbert vald sitt með þeim hætti að „ólögmæt og ómálefnaleg sjónarmið, svo sem vinátta, flokkshagsmunir eða óvild, ráða ákvörðun þess.“ Jóhannes Rúnar segir að færa megi sterk rök fyrir því að málsmeðferð dómsmálaráðherra hafi verið andstæð lögum og að réttur hafi verið brotinn á þeim umsækjendum sem hún ákvað að fella brott af lista dómnefndarinnar. Sá gjörningur standist enga skoðun. „Rökstuðningur ráðherrans er almenns eðlis, ógagnsær og óljós. Hvergi er sem dæmi vikið að því hvers vegna ráðherra taldi rétt að ganga fram hjá þeim tilteknu fjórum umsækjendum sem hún gerði né hvers vegna hún kaus að velja nákvæmlega þá fjóra umsækjendur í þeirra stað sem hún valdi, fremur en til að mynda aðra umsækjendur. Jóhannes Rúnar segir að sem umsækjandi um embætti dómara við Landsrétt, hæstaréttarlögmaður og borgari í þessu landi geti hann ekki sætt sig við „að réttur sé brotinn á einstaklingum, eins og hér háttar til, án þess að bregðast við. Háttsemi af þessu tagi á ekki að líðast.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Ástráður krefst milljón króna í miskabætur Segir Sigríði Á Andersen dómsmálaráðherra hafa skaðað æru sína og orðspor. 12. júní 2017 15:57