Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 19:30 Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur. Skotvopn lögreglu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira