Skóarafjölskylda leggur skóna á hilluna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2017 20:00 Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim." Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Í hálfa öld hefur Hafþór Edmond Byrd skósmíðameistari starfað í Vesturbænum. En um mánaðarmótin skellir hann í lás. Skóvinnustofa Hafþórs er sannkallað fjölskyldufyrirtæki - þar hafa hjónin bæði unnið, öll börnin sjö og barnabörnin. „Ég er búin að vera hérna nánast frá því ég fæddist, var bara skellt í hoppurólu," segir Sigurrós Ásta, dóttir Hafþórs og Össur bróðir hennar byrjaði að vinna hjá pabba sínum sex ára en hann lærði síðar skósmíði. „Þetta er bara í blóðinu," segir hann. En nú er kominn tími til að leggja skóna á hilluna og er nokkuð misjafnt hljóðið í mannskapnum. Hafþór virðist kvíða því örlítið. „Þetta er slæm tilfinning. Það er bara þannig, get ekki sagt annað sko," segir hann og kímir. Eiginkonan, Sigrún Halldórsdóttir, sem hefur staðið við hlið hans á vinnustofunni alla tíð, er ekki alveg sammála. „Það er mjög gott að geta aðeins verið ein, ferðast og sinnt fjölskyldunni," segir hún. Hafþór segist þykja vænt um fagið. „Það er eftirsjá í manni. Maður verður samt einhvern tímann að hætta þessu. Ég er 74 ára í nóvember þannig að þetta er kominn góður tími." Aðeins fjórir hafa útskrifast sem skósmíðameistarar á síðustu sex árum en Hafþór vonar að einhverjir haldi handverkinu lifandi um ókomin ár. Hann segir mér sögur af skemmtilegum viðskiptavinum, undarlegum beiðnum og stórkostlegum breytingum á skóm og fylgihlutum sem sveiflast eftir tískunni. Hafþór er nefnilega þekktur fyrir að gera breytingar sem aðrir skósmiðir taka ekki að sér og hefur hann glatt mörg hjörtu með því að bjarga dýrgripum. [ „Það komu til mín tvær konur í sitthvoru lagi. Þær fóru báðar að gráta því ég er að hætta. Fóru bara að gráta, blessaðar. Ég átti bágt með að gráta ekki með þeim."
Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira