Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Gula byssan sést hér í aðgerðum sérsveitarinnar í miðbæ Reykjavíkur. Byssan getur stöðvað hættulegan einstakling í 45 metra fjarlægð með nokkurri nákvæmni og hefur henni einu sinni verið beitt. Mynd/aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur einu sinni beitt svokallaðri höggboltabyssu, tiltölulega nýju vopni hjá sveitinni, með það að markmiði að yfirbuga mann. Guðmundur Ómar Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, segir vopnið vera flokkað sem „less lethal“ og vera jafnsett notkun á lögreglukylfu. Sérsveitin fékk vopnið til afnota í september á síðasta ári. Höggboltabyssa skýtur gúmmíbolta á stærð við golfkúlu af miklum krafti í þann sem vopnið er beitt á. „Boltinn dugar til þess að stöðva hættulegan aðila á allt að 45 metra færi með mikilli nákvæmni og er alla jafnan notaður á styttra færi,“ segir Guðmundur Ómar. Hann segir vopnið yfirleitt notað á eins til tíu metra færi en byssan getur valdið sári á líkama ef henni er beitt af mjög stuttu færi. „Vopnið hefur eitt sinn verið notað gegn mjög hættulegum einstaklingi sem ekki hlýddi skipun lögreglu um að leggja frá sér hnífa og hótaði að beita gegn lögreglu,“ segir Guðmundur. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í umrætt sinn hafi Neyðarlínu borist símtal þar sem aðstoðar lögreglu var óskað en ekki gefnar nákvæmar upplýsingar um hvert neyðartilvikið væri. Tveir lögregluþjónar af almennri deild hugðust fara í útkallið en vegna óvissu um þær aðstæður sem lögregluþjónarnir voru að fara í bauðst aðstoð tveggja sérsveitarmanna sem komu með í útkallið. Lögregla fékk þær upplýsingar að hafa þyrfti afskipti af fjölskylduföður sem hefði í nokkra daga verið í mikilli neyslu og var ástand hans þannig að aðstandendur höfðu tilefni til að óttast um hann og nánustu fjölskyldu mannsins. Þegar lögregla kom á vettvang hafi maðurinn aftur á móti gert sig líklegan til að ráðast á lögregluþjónana, vopnaður búrhníf í hvorri hönd, og þá hafi annar sérsveitarmaðurinn brugðist skjótt við með því að beita höggboltabyssunni á manninn. Við það hafi maðurinn misst hnífana og lögreglu gefist tími til að yfirbuga manninn. Það er mat lögreglunnar að þarna hafi mikið hættuástand skapast. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er vopnuð í öllum verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur, jafnan með Glock skammbyssur í hulstri. Hún hefur þó einnig yfir öðrum vopnum að ráða, bæði annars konar skotvopnum á borð við MP5 hríðskotabyssur og vopnum á borð við höggbyssuna. Guðmundur segir að höggbyssan sé ekki með í öllum verkefnum sérsveitarinnar heldur sé það mat hverju sinni hvort aðstæður gætu skapast þar sem byssunnar gæti verið þörf. Í maí fór sérsveitin í fimmtán vopnuð útköll á þrettán dögum. Vopnuð útköll sérsveitarinnar fyrstu fimm mánuði ársins voru jafn mörg og síðastliðin tvö ár samanlagt. Útköllum sérsveitar í verkefni með almennri óvopnaðri lögreglu hefur fjölgað mikið.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Sjá meira