Kolaframleiðsla hefur aldrei dregist meira saman Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2017 11:46 Kol eru á útleið jafnvel þó að í Bandaríkjunum reyni stjórnvöld að blása lífi í glæður iðnaðarins. Vísir/AFP Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld. Loftslagsmál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Metsamdráttur varð í framleiðslu á kolum í heiminum á síðasta ári. Kolin hafa orðið undir í samkeppninni við aðra orkugjafa auk þess sem aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hefur dregið úr notkun þeirra. Kínverjar eru stærstu notendur kola í heiminum en í fyrra hafði ekki verið brennt minna af þeim þar í sex ár. Í Bandaríkjunum var kolanotkun sú minnsta frá því á 8. áratug síðustu aldar samkvæmt árlegri skýrslu BP um þróun í orkumálum. Í heildina dróst eftirspurn eftir kolum saman um 1,7% í fyrra, borið saman við 1,9% árlega aukningu að meðaltali frá 2005 til 2015, að því er kemur fram í frétt Bloomberg. Á hinn bóginn jókst notkun á olíu um 1,6% á heimsvísu í fyrra.Kol undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafaÞað eru ekki aðeins loftslagsaðgerðir sem hafa leitt til minnkandi eftirspurnar eftir kolum, verstu uppsprettu gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Kol hafa orðið undir í samkeppni við jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa eins og vind- og sólarorku. Spencer Dale, aðalhagfræðingur BP, segir að afleiðing samdráttarins sé að losun manna á gróðurhúsalofttegundum hafi staðið í stað, þriðja árið í röð í fyrra. Þrátt fyrir það er losun manna á gróðurhúsalofttegundum enn sú mesta frá iðnbyltingu. Draga þarf verulega úr losuninni á allra næstu árum ef menn ætla sér að eiga nokkra von um að ná yfirlýstum markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld.
Loftslagsmál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira