Sara Óskarsson varaþingmaður segir Fokk the Glock Jakob Bjarnar skrifar 15. júní 2017 13:14 Sara er lengst til vinstri á myndinni en Jæja-hópurinn hefur staðið fyrir margvíslegum mannmörgum mótmælum á undanförnum árum. visir/ernir „Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
„Við elskum lögregluna,“ segir Sara Óskarsson varaþingmaður og meðlimur í Jæja-hópnum – sem hefur verið virkur í ýmsum mótmælastöðum á undanförnum árum. Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar sérsveitar lögreglunnar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli nú á laugardag og hefjast klukkan 11. Sérstök síða hefur verið stofnuð á Facebook til að halda utan um mótmælin og þar er þeim fylgt úr hlaði með þessum orðum: „Hvers virði er lýðræðið, sjálfstæðið, frelsið sjálft á bak við hlaðnar Glock 17 á 17. júní? Við segjum: „Fokk The Glock!“ Við tökum ekki í mál að friðsælu landi okkar, lífi og lýðveldishátíð sé ógnað með þessum hætti, að vígbúa íslensku lögregluna á degi lýðveldisins.Söru finnst spurningin: Hvers vegna hatið þið lögregluna, hláleg.Við mótmælum harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf! Það er aðeins í fasistaríki sem lögregla getur ákveðið að vopnast og hvert umfang þess vopnaburðar eigi að vera. Fjölmennum, FOKK THE GLOCK.“Bráðræði að fara út í þessar aðgerðir Vísir spurði Söru einfaldlega hvers vegna verið væri að mótmæla?„Vegna þess að við erum mótfallin vopnaburði, það er byssum, lögreglunnar á almannafæri á mannfögnuðum á Íslandi, og okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíð þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum,“ segir Sara og bendir á að Ísland sé friðsælt land. Þannig hafi það alltaf verið og þeim sé í mun að svo megi verða áfram. „Ísland er heimsþekkt fyrir frið og er Peace Tower, minnismerki Yoko Ono um John Lennon til dæmis til marks um það. Það er órökrétt og ekki uppbyggilegt fyrir land og þjóð að í kjölfar einstakra, afmarkaðra hryllilegra atburða erlendis hlaupi löggæslan upp til handa og fóta með svona bráðræði þvert á anda, orðspor og líklegast vilja þjóðarinnar.“Að hatast við lögregluna Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, er meðal fjölmargra sem gagnrýnt hefur þessar ráðstafanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli á því á sinni Facebooksíðu að í Morgunblaðinu sé henni borið á brýn að hatast við lögregluna. Þessu er reyndar haldið fram víða á samfélagsmiðlum og því ekki úr vegi að spyrja Söru einfaldlega: Hvers vegna hatið þið lögregluna.Fullyrt var fullum fetum, í pistlaskrifum Morgunblaðsins, að Líf hataðist við lögregluna. Hún svarar fullum hálsi á Facebooksíðu sinni.„Við elskum lögregluna, og höfum alltaf haft gríðarlega góð samskipti við hana. Góða samvinnu og skilning á hlutverkum hvers annars. Við lítum svo á að þarna sé líklegast um ákvörðun eins manns eða örfárra manna að ræða.“ Sara segir lögregluna njóta stuðnings hennar og þeirra í Jæja-hópnum. „Og við gerum okkur vel grein fyrir því að starfsfólk lögreglunnar framfylgir eðlilega og samviskusamlega tilskipunum yfirmanna sinna, og setjum við síður en svo alla undir sama hatt í þessum efnum. Við krefjumst þó gagnsæis hvað svona ákvarðanir varðar og förum fram á greinagóðan rökstuðning á því hvers vegna tekin var ákvörðun um að vopnvæða lögregluþjóna með Glock 17 byssum á þjóðhátíðardegi Íslendinga án samráðs við þjóð eða þing.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira