Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:22 Malcolm Turnbull. Vísir/Getty Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017 Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017
Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira