Forsætisráðherra Ástralíu gerði stólpagrín að Trump Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. júní 2017 20:22 Malcolm Turnbull. Vísir/Getty Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017 Donald Trump Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira
Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hæddist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í ræðu fyrir framan ástralska fjölmiðla og gerði stólpagrín að háttalagi hans en ummælin voru látin falla á lokuðum kvöldverðarfundi sem allajafna er ekki fluttar fréttir af. Forsætisráðherrann segir að um algjöran trúnaðarbrest sé að ræða en hann hafi einungis verið að slá á létta strengi fyrir fjölmiðlamenn á þessum kvöldverð sem haldinn er einu sinni á ári. Laurie Oakes, fréttastjóri fréttastofunnar Nine, sem lak myndbandinu, segir hins vegar að hann hafi tekið ákvörðun um að leka myndefninu á þeim grundvelli að það sé hlutverk fjölmiðla að flytja almenningi fréttir, hvaðan sem þær koma. Turnbull hafi bugtað sig og beygt fyrir Trump á fundi sínum með honum og hljóti að geta staðið við eigin orð sem hann lét falla á fundinum. Þau eigi erindi við almenning. Í myndbandinu sem lekið var sést Turnbull flytja nokkuð laglega eftirhermu af bandaríska forsetanum, þar sem hann vísar til þekktra orða hans um eigin sigur í kosningunum.Donaldinn og ég, erum að vinna og vinna í könnunum. Við erum að vinna svo mikið, við erum að vinna, við erum að vinna líkt og við höfum aldrei gert áður. Leiðtogarnir tveir hittust á opinberum fundi í New York í síðasta mánuði og sagði Trump að sambandið á milli þeirra tveggja væri gott. Áður höfðu borist fréttir af því að þeim hefði lent saman í fyrsta símtalinu sín á milli og að Trump hefði skellt á hann. Turnbull, sem er formaður hins íhaldssama frjálslynda flokks, í tveggja flokka kerfi Ástralíu sem á rætur að rekja til hins breska, hefur átt á brattann að sækja að undanförnu en ríkisstjórn hans hefur ítrekað mælst með minni stuðning áströlsku þjóðarinnar en áður. Þá er Trump sjálfur einnig fórnarlamb skoðanakannana en forsetinn bandaríski en 60 prósent Bandaríkjamanna sögðu í nýlegri könnun Gallup að þeir væru óánægðir með störf forsetans.Sjá má ummæli fréttastjórans og brot úr ræðu Turnbull hér að neðan.Vision has surfaced of Malcolm Turnbull mocking U.S. President Donald Trump. @LaurieOakes broke the story on https://t.co/HTuswl1ECx. #9News pic.twitter.com/qWoy91LpKB— Nine News Australia (@9NewsAUS) June 15, 2017
Donald Trump Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira