Alls enginn einhugur um vopnaburð 17. júní 2017 07:00 Svona stórar ákvarðanir ber að ræða opinberlega og gefa fólkinu í landinu tækifæri á að hafa skoðun á þeim, því byssur í hendi lögreglu varða okkur öll. Mér finnst mótsagnakennt að halda því fram að byssuburður í friðsælu landi muni auka á öryggistilfinningu borgaranna. Ódæðisverk eru ekki síður framin í löndum þar sem lögreglan er vígbúin. Við erum einmitt öruggari af því að hér er lítið um vopn og byssur. Lögregla og yfirvöld á Íslandi eiga að vinna að því að skapa þá tilfinningu að við sem samfélag samþykkjum ekki að skaða annað fólk, berum virðingu fyrir náunganum. Með því að bera lífshættuleg vopn í kringum saklausa samborgara á hátíðisdögum er lögreglan og yfirvöld mun frekar ala á ótta en öryggi. Við eigum heldur að taka vel utan um það sem við Íslendingar getum verið stoltust af, friðinn.” Silja Hauksdóttir?leikstjóri Við Íslendingar höfum verið svo heppnir að hér á landi sjást nánast aldrei vopnaðir lögreglumenn og ráðamenn geta farið ferða sinna án lífvarða. En með atburði síðastliðins árs í Evrópu í huga finnst mér skiljanlegt að viðbúnaðarstig lögreglu sé aukið á stórum viðburðum hér á landi í sumar. Annað væri að mínu mati óábyrgt. Tómas Guðbjartsson?læknir Það hefði ábyggilega farið betur á því að segja frá því að þetta stæði til eins og nú hefur verið gert, svo fólk vissi hverju það hefði átt von á. Ég skil mjög vel óþægindatilfinningu fólks og undrun við að sjá vopnaða lögreglumenn við mannfagnaði. En mikilvægasta verkefni ríkisvaldsins er að tryggja öryggi borgaranna og við megum ekki gefa neitt eftir hvað það varðar. Friðjón R. Friðjónsson?almannatengill Mér finnst það eðlilegt með hliðsjón af breyttri heimsmynd. Ég treysti lögreglunni. Edda Hauksdóttir kennari Mér finnst þetta verða að vera faglegt mat lögreglunnar. Við verðum þá bara að venjast breyttum heimi. En þetta er auðvitað mjög óþægilegt. Sirrý Hallgrímsdóttir ráðgjafi Fréttablaðið tók nokkra tali og velti upp spurningunni um hvað fólki fyndist um aukinn vopnaburð sérsveitar lögreglu á stórum viðburðum í sumar. Líkt og greint hefur verið frá er ákvörðunin umdeild, en Íslendingar mega búast við að sjá vopnaða sérsveitarmenn á fjölmennum viðburðum áfram, þar með talið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice nú um helgina og á sjálfan 17. júní.Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill„Það hefði ábyggilega farið betur á því að segja frá því að þetta stæði til eins og nú hefur verið gert, svo fólk vissi hverju það hefði átt von á. Ég skil mjög vel óþægindatilfinningu fólks og undrun við að sjá vopnaða lögreglumenn við mannfagnaði. En mikilvægasta verkefni ríkisvaldsins er að tryggja öryggi borgaranna og við megum ekki gefa neitt eftir hvað það varðar," segir Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill.Edda Hauksdóttir„Mér finnst það eðlilegt með hliðsjón af breyttri heimsmynd. Ég treysti lögreglunni,“ segir Edda Hauksdóttir kennari. „Við Íslendingar höfum verið svo heppnir að hér á landi sjást nánast aldrei vopnaðir lögreglumenn og ráðamenn geta farið ferða sinna án lífvarða. En með atburði síðastliðins árs í Evrópu í huga finnst mér skiljanlegt að viðbúnaðarstig lögreglu sé aukið á stórum viðburðum hér á landi í sumar. Annað væri að mínu mati óábyrgt," segir Tómas Guðbjartsson læknir.Þórarinn Þórarinsson„Þetta veldur mér svosem engu sérstöku hugarangri en mér finnst þetta engu að síður frekar hallærislegt. Íslendingar hafa löngum verið stoltir af því að vera friðsöm þjóð og svona vopnabrölt er alveg á skjön við þessa fallegu sýn sem við höfum á sjálf okkur og viljum sýna umheiminum. Þetta er enda síst til þess fallið að auka öryggistilfinningu fólks. Hver vill vera að spóka sig þar sem lögreglan telur hættu á skotbardögum? Og fælingarmátturinn á terrorista, sem ég held nú að hafi engan áhuga á okkur þar sem vart er hægt að hugsa sér ómerkilegra skotmark en Ísland, er enginn. Byssur eru ögrun í eðli sínu og svona stælar eru líklegri til þess að framkalla ofbeldi frekar en að koma í veg fyrir það. Svo má alveg velta því fyrir sér hvort íslenskir lögreglumenn hafi yfirleitt andlegan þroska og þá yfirvegun sem þarf til þess að það megi treysta þeim fyrir hlaðinni byssu,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.Daníel Örn Hinriksson„Ég tel yfirvöld vita við hverju er að búast og ber eg fullt traust til þeirra sem slíkar ákvarðanir taka til þess. Mer þykir það engu að síður skelfileg staðreynd og óþægilegt að fá þessa áminningu að það er enginn óhultur fyrir voðaverkum eins og þeim sem við höfum orðið vitni af í okkar nágranna löndum," segir Daníel Örn Hinriksson hárgreiðslumaður. „Mín skoðun er sú að þetta verði að vera faglegt mat lögreglunnar. Við verðum þá bara að venjast breyttum heimi. En þetta er auðvitað mjög óþægilegt," segir Sirrý Hallgrímsdóttir ráðgjafi. Greipur Gíslason„Fyrst af öllu er sorglegt að fólk telji þetta nauðsynlegt. Atburðir í kringum okkur hafa auðvitað vakið óhug og valdið sorgum. Samt sem áður held ég að þegar tekin er ákvörðun um það sem mér finnst vera meiriháttar stefnubreyting, þurfi að eiga sér stað umræða, ekki síst á Alþingi. Lögreglan er auðvitað að reyna að gera sitt besta en hér er ekki um að ræða átak í að sekta bílstjóra sem hafa lagt illa og ólöglega á stórviðburðum, heldur breyting á ásýnd samfélagsins. Það er mín skoðun að við eigum að forðast vopnaburð lögreglunnar eins lengi og mögulegt er. Ég er ekki hrifinn af þessu. Telji lögreglan mikla hætti yfirvofandi, þá verður bara að segja það," segir Greipur Gíslason ráðgjafi.Vill tryggja skjót viðbrögðHaraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur bent á að sérsveitarmenn séu alltaf vopnaðir en munurinn nú sé að vopnin séu sýnileg. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum sjá það að það eru ítrekað myndir af sérsveitarmönnum vopnuðum í alls konar verkefnum. Þeir eru ekki meira vopnaðir í dag. Þannig að þessi ráðstöfun, að setja vopnin utanklæða með þessum hætti er til að tryggja skjót viðbrögð ef eitthvað kemur upp á í mannþröng. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana ef eitthvað kemur upp á, í stað þess að hörfa og sækja vopnin í geymslur eða lögreglubílana sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða,“ segir Haraldur.Mótmæla byssunum Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli í dag og hefjast klukkan 11. Á sérstakri Facebook-síðu sem heldur utan um mótmælin segir að hópurinn mótmæli harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf. Sara Óskarsson, meðlimur í Jæja-hópnum, segir Ísland þekkt fyrir að vera friðsælt land. „Okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíðar þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum.“ Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira
Fréttablaðið tók nokkra tali og velti upp spurningunni um hvað fólki fyndist um aukinn vopnaburð sérsveitar lögreglu á stórum viðburðum í sumar. Líkt og greint hefur verið frá er ákvörðunin umdeild, en Íslendingar mega búast við að sjá vopnaða sérsveitarmenn á fjölmennum viðburðum áfram, þar með talið á tónlistarhátíðinni Secret Solstice nú um helgina og á sjálfan 17. júní.Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill„Það hefði ábyggilega farið betur á því að segja frá því að þetta stæði til eins og nú hefur verið gert, svo fólk vissi hverju það hefði átt von á. Ég skil mjög vel óþægindatilfinningu fólks og undrun við að sjá vopnaða lögreglumenn við mannfagnaði. En mikilvægasta verkefni ríkisvaldsins er að tryggja öryggi borgaranna og við megum ekki gefa neitt eftir hvað það varðar," segir Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill.Edda Hauksdóttir„Mér finnst það eðlilegt með hliðsjón af breyttri heimsmynd. Ég treysti lögreglunni,“ segir Edda Hauksdóttir kennari. „Við Íslendingar höfum verið svo heppnir að hér á landi sjást nánast aldrei vopnaðir lögreglumenn og ráðamenn geta farið ferða sinna án lífvarða. En með atburði síðastliðins árs í Evrópu í huga finnst mér skiljanlegt að viðbúnaðarstig lögreglu sé aukið á stórum viðburðum hér á landi í sumar. Annað væri að mínu mati óábyrgt," segir Tómas Guðbjartsson læknir.Þórarinn Þórarinsson„Þetta veldur mér svosem engu sérstöku hugarangri en mér finnst þetta engu að síður frekar hallærislegt. Íslendingar hafa löngum verið stoltir af því að vera friðsöm þjóð og svona vopnabrölt er alveg á skjön við þessa fallegu sýn sem við höfum á sjálf okkur og viljum sýna umheiminum. Þetta er enda síst til þess fallið að auka öryggistilfinningu fólks. Hver vill vera að spóka sig þar sem lögreglan telur hættu á skotbardögum? Og fælingarmátturinn á terrorista, sem ég held nú að hafi engan áhuga á okkur þar sem vart er hægt að hugsa sér ómerkilegra skotmark en Ísland, er enginn. Byssur eru ögrun í eðli sínu og svona stælar eru líklegri til þess að framkalla ofbeldi frekar en að koma í veg fyrir það. Svo má alveg velta því fyrir sér hvort íslenskir lögreglumenn hafi yfirleitt andlegan þroska og þá yfirvegun sem þarf til þess að það megi treysta þeim fyrir hlaðinni byssu,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.Daníel Örn Hinriksson„Ég tel yfirvöld vita við hverju er að búast og ber eg fullt traust til þeirra sem slíkar ákvarðanir taka til þess. Mer þykir það engu að síður skelfileg staðreynd og óþægilegt að fá þessa áminningu að það er enginn óhultur fyrir voðaverkum eins og þeim sem við höfum orðið vitni af í okkar nágranna löndum," segir Daníel Örn Hinriksson hárgreiðslumaður. „Mín skoðun er sú að þetta verði að vera faglegt mat lögreglunnar. Við verðum þá bara að venjast breyttum heimi. En þetta er auðvitað mjög óþægilegt," segir Sirrý Hallgrímsdóttir ráðgjafi. Greipur Gíslason„Fyrst af öllu er sorglegt að fólk telji þetta nauðsynlegt. Atburðir í kringum okkur hafa auðvitað vakið óhug og valdið sorgum. Samt sem áður held ég að þegar tekin er ákvörðun um það sem mér finnst vera meiriháttar stefnubreyting, þurfi að eiga sér stað umræða, ekki síst á Alþingi. Lögreglan er auðvitað að reyna að gera sitt besta en hér er ekki um að ræða átak í að sekta bílstjóra sem hafa lagt illa og ólöglega á stórviðburðum, heldur breyting á ásýnd samfélagsins. Það er mín skoðun að við eigum að forðast vopnaburð lögreglunnar eins lengi og mögulegt er. Ég er ekki hrifinn af þessu. Telji lögreglan mikla hætti yfirvofandi, þá verður bara að segja það," segir Greipur Gíslason ráðgjafi.Vill tryggja skjót viðbrögðHaraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hefur bent á að sérsveitarmenn séu alltaf vopnaðir en munurinn nú sé að vopnin séu sýnileg. „Þeir sem hafa fylgst með fréttum sjá það að það eru ítrekað myndir af sérsveitarmönnum vopnuðum í alls konar verkefnum. Þeir eru ekki meira vopnaðir í dag. Þannig að þessi ráðstöfun, að setja vopnin utanklæða með þessum hætti er til að tryggja skjót viðbrögð ef eitthvað kemur upp á í mannþröng. Þá þurfa þeir að geta verndað borgarana ef eitthvað kemur upp á, í stað þess að hörfa og sækja vopnin í geymslur eða lögreglubílana sem eru kannski einhvers staðar frá þeim. Þar eru mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða,“ segir Haraldur.Mótmæla byssunum Jæja-hópurinn hefur boðað til mótmæla vegna vopnaburðar á fjöldasamkomum. Mótmælin, sem eru undir yfirskriftinni Fokk the Glock, verða á Austurvelli í dag og hefjast klukkan 11. Á sérstakri Facebook-síðu sem heldur utan um mótmælin segir að hópurinn mótmæli harðlega vopnaburði íslensku lögreglunnar og sérsveitarmanna á almannafæri, á 17. júní 2017 sem og alltaf. Sara Óskarsson, meðlimur í Jæja-hópnum, segir Ísland þekkt fyrir að vera friðsælt land. „Okkur finnst stinga mikið í stúf við anda og yfirbragð lýðveldishátíðar þjóðarinnar að lögreglan sé allt í einu mætt með Glock 17 fyrir allra augum.“
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Sjá meira