Rúnar: Ekki hægt að bjóða mönnum upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 15:30 Rúnar átti erfitt tímabil hjá sínu félagsliði en hefur spilað vel með landsliðinu undanfarin misseri. vísir/epa Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“ EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Rúnar Kárason segir að leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta séu staðráðnir í að kvitta fyrir slakan leik gegn Tékkum á miðvikudaginn gegn Úkraínu í Laugardalshöllinni annað kvöld. Þetta er síðasti leikur Íslands í undankeppni EM 2018 og með sigri tryggja strákarnir okkar sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. „Okkur líður alltaf mjög vel í Höllinni. Það er aukakraftur í því. Þetta er ekki alveg 17. júní en engu að síður nánast sumarhátíð og við ætlum að gera þetta betur en í síðasta leik,“ sagði Rúnar í samtali við Vísi í dag. Leikurinn annað kvöld er síðasti leikurinn á löngu og ströngu tímabili. En hefur Rúnar áhyggjur af því að þreyta geri vart við sig hjá íslenska liðinu á morgun.Engin þreyta „Ekki hjá mér allavega. Ég er hrikalega svekktur eftir síðasta leik að við, og ég persónulega, höfum ekki gert betur. Hungrið í að kvitta fyrir það kom strax eftir síðasta leik,“ sagði Rúnar sem segir að ekki megi vanmeta lið Úkraínu. „Þeir tóku fimm stig af sex mögulegum á heimavelli og eru með fínt lið. Þeir skiptu út fullt af þekktari nöfnum fyrir yngri stráka. Þeir spila hrikalega vel saman og ber að taka mjög alvarlega.“ Ísland tapaði fyrri leiknum gegn Úkraínu sem fór fram við afar sérkennilegar og vart boðlegar aðstæður í Sumy.Ekki hægt að senda menn á hjara veraldar „Við spiluðum við afar erfiðar aðstæður sem mér finnst ekki boðlegar fyrir nútíma handbolta. Okkur langar líka að kvitta fyrir það, að það sé ekki hægt að senda menn á hjara veraldar og bjóða manni upp á 12 tíma soðið kjöt í öll mál og ætlast til að það sé eðlilegt,“ sagði Rúnar. „Það er engin hlaupabraut í kringum völlinn hér, aðeins hlýrra í höllinni og mér sýnist vera búið að líma dúkinn við gólfið.“ Rúnar hefur ekki farið leynt með það hversu ósáttur hann var með síðasta tímabil hjá sínu félagsliði, Hannover-Burgdorf, en að hans mati fékk hann ekki sanngjarnan spiltíma. En hvernig lítur framhaldið út hjá skyttunni öflugu?Þjálfarinn farinn „Ég fékk sms í morgun um að það væri búið að enda samstarfið við þjálfarann. Það eru þá einhverjar breytingar að eiga sér stað. Ég veit ekki hver tekur við,“ sagði Rúnar. „Þetta var mjög fyndið tímabil þannig séð. Ég spilaði sama og ekki neitt með félagsliðinu, nema einhverja fjóra leiki þar sem hinn var meiddur og þeir unnust allir, á meðan ég var að spila rosalega góðan bolta með landsliðinu. Útskýringarnar sem fékk voru bara rökleysur en stundum getur maður ekki breytt hlutunum og ég verð bara að halda áfram að ganga minn eigin veg.“
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Þurfum að nýta heimavöllinn Íslenska karlalandsliðið í handbolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti á tíunda Evrópumótinu í röð. Annað kvöld mæta íslensku strákarnir ólseigum Úkraínumönnum sem unnu fyrri leik liðanna ytra. 17. júní 2017 06:00