Patrekur kom Austurríki á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. júní 2017 20:11 Patrekur hefur gert frábæra hluti með austurríska landsliðið. vísir/getty Strákarnir hans Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu tryggðu sér í kvöld sæti á EM 2018 í Króatíu með sigri á Bosníu, 34-32, í Vín í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppninni. Nikola Bilyk, leikmaður Kiel, skoraði átta mörk fyrir austurríska liðið sem vann síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Robert Weber kom næstur með sjö mörk og Janko Bozovic skoraði sex. Í sama riðli flengdu Spánverjar Finna, 46-16. Spánn vann alla leiki sína í undankeppninni. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu kláruðu undankeppnina með stæl með því að rústa Slóvakíu, 31-17, á heimavelli. Svíar unnu fimm af sex leikjum sínum í riðli 6. Jerry Tollbring, Niclas Ekberg og Mattias Zachrisson skoruðu fimm mörk hver fyrir Svíþjóð. Noregur, silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti, tryggðu sér farseðilinn til Króatíu með 10 marka sigri á Litháen, 30-20, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sander Sagosen og Bjarte Myrhol skoruðu fimm mörk hvor fyrir norska liðið sem var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Mindaugas Dumcius, sem spilaði með Akureyri í Olís-deild karla á síðasta tímabili, skoraði þrjú mörk fyrir Litháa. Giedrius Morkunas, fyrrverandi markvörður Hauka, ver mark liðsins. Í sama riðli vann Frakkland fjögurra marka sigur á Belgíu, 32-28, á heimavelli. Frakkar unnu fimm af sex leikjum sínum í undankeppninni. Slóvenía, bronsliðið frá HM í Frakklandi, er komið á EM eftir stórsigur á Portúgal, 28-18. Gasper Marguc, Marko Bezjak og Jure Dolenac skoruðu allir fjögur mörk fyrir slóvenska liðið sem lenti í 2. sæti riðils 5. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rússar ekki með á EM í fyrsta sinn Rússneska karlalandsliðið í handbolta verður ekki á meðal þátttökuliða á EM í Króatíu á næsta ári. Þetta var ljóst eftir 27-27 jafntefli Rússlands og Svartfjallalands í síðasta leik liðsins í undankeppni EM í dag. 17. júní 2017 14:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Strákarnir hans Patreks Jóhannessonar í austurríska landsliðinu tryggðu sér í kvöld sæti á EM 2018 í Króatíu með sigri á Bosníu, 34-32, í Vín í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppninni. Nikola Bilyk, leikmaður Kiel, skoraði átta mörk fyrir austurríska liðið sem vann síðustu tvo leiki sína í undankeppninni. Robert Weber kom næstur með sjö mörk og Janko Bozovic skoraði sex. Í sama riðli flengdu Spánverjar Finna, 46-16. Spánn vann alla leiki sína í undankeppninni. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu kláruðu undankeppnina með stæl með því að rústa Slóvakíu, 31-17, á heimavelli. Svíar unnu fimm af sex leikjum sínum í riðli 6. Jerry Tollbring, Niclas Ekberg og Mattias Zachrisson skoruðu fimm mörk hver fyrir Svíþjóð. Noregur, silfurliðið frá síðasta heimsmeistaramóti, tryggðu sér farseðilinn til Króatíu með 10 marka sigri á Litháen, 30-20, í hreinum úrslitaleik um sæti á EM. Sander Sagosen og Bjarte Myrhol skoruðu fimm mörk hvor fyrir norska liðið sem var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Mindaugas Dumcius, sem spilaði með Akureyri í Olís-deild karla á síðasta tímabili, skoraði þrjú mörk fyrir Litháa. Giedrius Morkunas, fyrrverandi markvörður Hauka, ver mark liðsins. Í sama riðli vann Frakkland fjögurra marka sigur á Belgíu, 32-28, á heimavelli. Frakkar unnu fimm af sex leikjum sínum í undankeppninni. Slóvenía, bronsliðið frá HM í Frakklandi, er komið á EM eftir stórsigur á Portúgal, 28-18. Gasper Marguc, Marko Bezjak og Jure Dolenac skoruðu allir fjögur mörk fyrir slóvenska liðið sem lenti í 2. sæti riðils 5.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Rússar ekki með á EM í fyrsta sinn Rússneska karlalandsliðið í handbolta verður ekki á meðal þátttökuliða á EM í Króatíu á næsta ári. Þetta var ljóst eftir 27-27 jafntefli Rússlands og Svartfjallalands í síðasta leik liðsins í undankeppni EM í dag. 17. júní 2017 14:30 Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Fleiri fréttir Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Sjá meira
Rússar ekki með á EM í fyrsta sinn Rússneska karlalandsliðið í handbolta verður ekki á meðal þátttökuliða á EM í Króatíu á næsta ári. Þetta var ljóst eftir 27-27 jafntefli Rússlands og Svartfjallalands í síðasta leik liðsins í undankeppni EM í dag. 17. júní 2017 14:30