Trump heimsækir Camp David í fyrsta sinn Atli Ísleifsson skrifar 17. júní 2017 23:30 Trump-fjölskyldan fyrr í dag við Camp David. Vísir/afp Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani. Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heimsækir um helgina Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, í fyrsta sinn. Trump hefur áður lýst yfir takmörkuðum áhuga á að nýta sér bústaðinn til að komast í burtu og hlaða batteríin. Þannig hefur Trump lýst staðnum sem „mjög sveitalegum“ og sagt að einungis væri hægt að þola hálftíma vist á staðnum. Trump hefur það sem af er forsetatíðar sinnar fyrst og fremst nýtt lausar stundir með því að fljúga til Flórída til að spila golf. Camp David er að finna í hinum afskekktu Catoctin-fjöllum í Maryland, stuttri þyrluferð frá höfuðborginni Washington. Trump mætti til Camp David fyrr í dag ásamt forsetafrúnni Melaníu og syni þeirra, Barron. Bandaríkjaforsetar hafa síðustu sjö áratugina sótt til Camp David. Þannig funduðu Franklin Delano Roosevelt forseti og Winston Churcill, forsætisráðherra Bretlands, þar árið 1943 þar sem þeir báru saman bækur sínar í aðdraganda innrásar bandamanna inn í Normandí. Jimmy Carter forseti bauð leiðtogum Egypta og Ísraela til Camp David til friðarviðræðna og brúðkaup Dorothy, dóttur George H.W. Bush forseta, fór þar fram. Barack Obama forseti fór 39 sinnum til Camp David á forsetaárum sínum en bauð erlendum þjóðarleiðtogum einungis tvisvar sinnum þangað – leiðtogum á G8-fundinum 2012 og svo leiðtogum ríkja við Persaflóa árið 2015 til að ræða kjarnorkusamninginn við Írani.
Donald Trump Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira