Fóru fjallabaksleiðina á EM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. júní 2017 06:00 Íslensku strákarnir fagna sigrinum góða á Úkraínu og sætinu á EM: vísir/anton Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló. EM 2018 í handbolta Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Strákarnir okkar voru með bakið upp við vegginn í Laugardalshöll. Ég hitti marga stressaða menn fyrir leik sem höfðu miklar áhyggjur af leiknum. Skiljanlega. Spilamennska strákanna í riðlakeppninni hafði verið þannig að áhyggjur voru vel skiljanlegar. Það mátti samt sjá strax í upphafi leiksins að strákarnir ætluðu aldrei að tapa honum. Gríðarlega grimmir og beittir. Skytturnar höfðu talsvert að sanna eftir slakan leik í Tékklandi og þær voru fljótar að svara gagnrýni, sérstaklega Ólafur Guðmundsson sem fór mikinn, og Aron Pálmarsson var í yfirvinnu við að mata félaga sína. Sóknarleikurinn hefur verið mikill hausverkur í riðlakeppninni en hann small loksins almennilega á ögurstundu. „Við gerðum smá áherslubreytingar. Um leið og strákarnir sáu sig á myndbandi og hvað þeir voru að gera vitlaust. Þegar þeir fóru að hreyfa sig rétt þá fengum við færin sem við þurftum. Þetta voru svo sem engin geimvísindi,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari. Munurinn var fimm mörk í hálfleik, 18-13, og strákarnir héldu áfram á sömu braut og svo gott sem gengu frá leiknum. Þeir voru farnir að drífa sig um of á kafla og voru næstum búnir að hleypa Úkraínu inn á ný. Geir greip nógu snemma í taumana. Róaði mannskapinn og strákarnir sigldu þessu heim. „Auðvitað er þungu fargi af mér létt. Við fórum fjallabaksleiðina eins og svo oft áður. Þó svo við höfum trú og heimavöll þá er ekkert gefið í þessu. Það hefði verið martröð að tapa þessu en við klárum þetta einstaklega vel og ég er mjög stoltur af drengjunum,“ segir Geir og má vera það enda lífsnauðsynlegt fyrir íslenskan handbolta að halda landsliðinu á stórmótum. Svona sannfærandi sigrar hafa heldur ekki komið á færibandi og ánægjulegt að sjá hvað liðið getur þegar hlutirnir ganga upp. Engu að síður er enginn glæsibragur yfir því hvernig liðið kemst á EM sem besta liðið í þriðja sæti. Það hefur gengið á ýmsu í þessari undankeppni. „Það hefur heldur betur gefið á bátinn. Það er mikill munur á leik okkar heima og úti. Það er samt orðinn betri bragur á þessu öllu. Það var mjög dýrmætt fyrir þetta lið að spila á HM síðasta janúar. Það voru allir með viljann að vopni í þessum leik. Að við séum komnir inn á mót í þessum umbreytingum finnst mér stórkostlegt. Það er ekki sjálfgefið,“ segir Geir en liðið vann í andlega þættinum fyrir leikinn er Viðar Halldórsson heimsótti liðið. „Hann kom með fína ræðu og við fórum svolítið í grunninn og gildin. Þetta hljómar oft einfalt en það þarf stöðugt að minna menn á þetta,“ segir Geir sem er á leið á EM í fyrsta skipti á ferlinum. „Það var ekki búið að finna upp EM er ég spilaði. Ég er orðinn það gamall,“ sagði þjálfarinn kátur og hló.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira