Flugslysið við Hlíðarfjallsveg rakið til mannlegra mistaka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2017 09:18 Skjáskot úr öryggismyndavél sem birt er í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar og sýnir flugvélina skömmu áður en hún brotlenti. Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014. Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Flugslysið sem varð við Hlíðarfjallsveg á Akureyri þann 5. ágúst 2013 er rakið til mannlegra mistaka. Þetta er niðurstaða rannsóknar Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birti skýrslu sína um slysið í dag. Tveir menn fórust í flugslysinu, flugstjóri og sjúkraflutningamaður. Sá eini sem lifði slysið af var flugmaðurinn en flugvélin var sjúkraflugvél Mýflugs, TF-MYX, eyðilagðist í slysinu. Þegar TF-MYX var skammt frá Akureyrarflugvelli á slysdegi sá áhöfnin til flugvallarins og lauk blindflugi. Skömmu síðar óskaði áhöfnin eftir því við flugturninn að fljúga einn hring yfir bæinn og fékk það samþykkt en flugferðinni lauk með því að vélin brotlenti á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg.Skörp vinstri beygja framkvæmd í lítilli hæð Í samantekt skýrslunnar, sem gefin er út á ensku, segir að tilgangur þess að fljúga yfir bæinn hafi verið að fljúga yfir akstursíþróttabrautina sem flugstjórinn þekkti. Þar sem flugvélin nálgaðist brautina tók hún skarpa vinstri beygju með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Rannsókn nefndarinnar leiddi í ljós að flug vélarinnar yfir akstursíþróttabrautina var illa skipulagt og ekki í samræmi við flugrekstrarhandbækur. Beygjan var framkvæmd í svo lítilli hæð og var svo skörp að flugmennirnir misstu stjórn á vélinni og gátu ekki leiðrétt beygjuna með þeim afleiðingum að vélin brotlenti. Það er mat Rannsóknarnefndar samgönguslysa að mannlegi þátturinn hafi spilað stórt hlutverk í slysinu. Ekki hafi verið nægilega góð samvinna á milli áhafnarinnar og flugið yfir akstursíþróttabrautinni ekki verið nægilega vel skipulagt. Þetta gerði það að verkum að áhöfnin gat ekki tekið réttar ákvarðanir í tæka tíð.„Léttir að rannsókn sé lokið“Mýflug sendi frá sér tilkynningu skömmu eftir að skýrslan var birt. Í henni segir: Það er mikill léttir að rannsókn sé lokið. Félagið færir RNSA innilegar þakkir fyrirþá miklu vinnu sem lögð hefur verið í rannsóknina. Mýflug hefur frá upphafi lagt kapp á að vinna með RNSA og hefur félagið veitt allaþá aðstoð sem talið hefur verið að gæti gagnast. Tilgangurinn með flugslysarannsóknum er að koma í veg fyrir að slys endurtakisig. Við vonum að skýrslan reynist mikilvægur þáttur í að sjá til þess að aldreiverði annar viðlíka atburður. Í því ljósi hvetjum við til ýtarlegrar skoðunar ogumfjöllunar um hana. Á meðan á rannsókn stóð yfir hefur félagið, eftir bestu getu, litið í eigin barm.Meðal annars með aðstoð utanaðkomandi aðila. Í því ferli hefur RNSA ogSamgöngustofu verið haldið upplýstum og þeim kynnt vinnan, sem og breytingarsem af henni hafa leitt. Nú þegar skýrslan er komin munum við í samstarfi viðþessa sömu aðila sjá til þess að tillögum í öryggisátt verði fylgt í hvívetna. Hér fyrir neðan má sjá myndband af slysinu sem fréttastofa Stöðvar 2 birti í janúar 2014.
Akureyri Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 „Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Rannsókn á flugslysinu miðar vel Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós 2. nóvember 2014 12:39
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48
„Beygjan að brautinni var alltof skörp“ Bróðir Péturs Tryggvasonar sem fórst í flugslysi á Akureyri í ágúst segir kröfu um rannsókn byggjast á hagsmunum tveggja barna sem Pétur skilur eftir sig. 6. janúar 2014 10:15
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent