Vilja byggja tvo yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 14:45 Rósa vill byggja yfirbyggða knattspyrnuvelli í Hafnarfirði, tvo frekar en einn. Gert er ráð fyrir 300 til 400 milljónum króna til verkefnisins á næstu fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur lagt fram tillögu sem snýr að viðamikilli uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hafnarfirði. Tillagan gengur út á að reistir verði tveir yfirbyggðir knattspyrnuvellir í fullri stærð, einn á Kaplakrika yfirráðasvæði FH og annar á Ásvöllum hvar Haukar hafa aðsetur. Málið verður tekið fyrir á næsta bæjarstjórnarfundi. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði, sem eru í meirihluta ásamt BF, á frekar von á því en ekki að samþykkt verði að vinna áfram að tillögunni. „Þetta eru metnaðarfull markmið en hófsöm,“ segir Rósa.Bættur fjárhagur bæjarfélagsins Hún segir að samkvæmt tillögunni muni bærinn fara í framkvæmdirnar og eiga mannvirkin. Rósa segir að bæði FH og Haukar hafi sent inn erindi til bæjarins á undanförnum árum og misserum vegna fótboltamannvirkja sem þessara. „FH vantar keppnisgras og vilja fá tjald yfir það, Haukar hafa ekkert yfirbyggt. Við getum gert þetta núna í ljósi bætts fjárhags bæjarfélagsins,“ segir Rósa. „Bærinn fer í uppbygginguna á sínum forsendum, af hófsemi en metnaði fyrir eigin fé, en ekki verða tekin lán fyrir þessum framkvæmdum. Auk þess að greiða niður skuldir eru mörg góð uppbyggingaráform framundan í Hafnarfirði, jafnt varðandi aðstöðu, aðbúnað og þjónustu til íbúanna. Þetta á að vera eitt þeirra og styður vel við áherslur bæjarins um góða aðstöðu fyrir íþrótta- og æskulýðsstarf og heilsueflandi samfélag.“300 til 400 milljónir næstu fjögur árinTillagan sem til stendur að leggja fyrir bæjarstjórn þar sem lagt er til að Hafnarfjarðarbær fjármagni og framkvæmi uppbyggingu aðstöðu til iðkunar knattspyrnu í bæjarfélaginu á árunum 2018-2021. „Byggð verði knatthús að Kaplakrika og á Ásvöllum samkvæmt tillögum Fimleikafélags Hafnarfjarðar og knattspyrnufélagsins Hauka. Gert er ráð fyrir að árlega fari 300-400 milljónir króna af eigin fé sveitarfélagsins, í framkvæmdirnar næstu fjögur árin. Markmiðið er að bæta aðstöðu til knattspyrnuiðkunar ungmenna í sveitarfélaginu í takti við áherslur ÍBH, ört vaxandi fjölgun iðkenda og heilsustefnu Hafnarfjarðarbæjar,“ svo vitnað sé beint í tillöguna.Tvö þúsund ungmenni æfa fótbolta í HafnarfirðiÍ greinargerð sem fylgir er þess getið að brýn þörf sé á bættri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar á báðum stöðum á veturna. Hátt í tvö þúsund börn og ungmenni æfa knattspyrnu í Hafnarfirði og fer iðkendum ört fjölgandi, bæði vegna fjölgunar íbúa og sífellt vaxandi áhuga á íþróttinni. Þar segir jafnframt: „Góður árangur knattspyrnulandsliðanna undanfarin ár og misseri hefur þar mikil áhrif á. Hafnarfjörður státar almennt af góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar. Uppbygging á aðstöðu til knattspyrnuiðkunar er mikilvægur þáttur í því að efla og styðja við þann uppgang sem blasir við innan íþróttagreinarinnar um land allt. Lagt er til að tillögunni verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2018.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira