Körfubolti

Ísland tryggði sér sigurinn með því að skora síðustu sjö stigin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Guðmundur skoraði níu stig.
Þórir Guðmundur skoraði níu stig. vísir/anton
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann flottan sigur á Svíum, 58-61, í fyrsta leik sínum á fjögurra liða æfingamóti sem fer fram hér á landi.

Þegar tæpar fjórar mínútur voru til leiksloka leiddu Svíar með fjórum stigum, 58-54.

Íslensku strákarnir áttu hins vegar frábæran endasprett og tryggðu sér sigurinn. Ísland skoraði sjö síðustu stig leiksins, þar af fimm af vítalínunni. Lokatölur 58-61, Íslandi í vil.

Breki Gylfason var stigahæstur í íslenska liðinu með 13 stig. Kristinn Pálsson og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson komu næstir með níu stig hvor. Sá fyrrnefndi tók einnig átta fráköst.

Mótið er liður í undirbúningi Íslands fyrir EM í sumar þar sem íslensku strákarnir eru í fyrsta sinn í A-deild.

Ísland mætir Ísrael á morgun og Finnlandi á fimmtudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×