Trausti Hafliðason hefur verið ráðinn nýr ritstjóri Viðskiptablaðsins. Hann tekur við starfinu af Bjarna Ólafssyni sem hefur gefnt stöðunni í á hálft fjórða ár. Ásdís Auðunsdóttir verður aðstoðarritstjóri blaðsins.
Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í morgun.
„Trausti, sem hefur meistaragráðu í blaðamennsku frá Háskólanum í Arizona, hefur starfað í fjölmiðlum í tæp 20 ár. Hann var blaðamaður á Morgunblaðinu um tíma en einnig á Fréttablaðinu, þar sem hann var meðal annars fréttastjóri í átta ár. Trausti var um tíma ritstjóri Blaðsins. Trausti hefur verið starfað á Viðskiptablaðinu frá árinu 2013.
Ásdís, sem er lögfræðimenntuð, hefur starfað hjá Viðskiptablaðinu í ríflega eitt ár. Áður starfaði hún við ýmis lögfræðistörf,“ segir í fréttinni.
