Jón Þór biðlar til forsetans Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2017 13:27 Jón Þór biðlar til forsetans og vill hvetja hann að skrifa ekki undir lög um Landsrétt og skipan dómara við hann. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur sett sig í samband við Guðna Th. Jóhannesson forseta Íslands með það fyrir augum að fara þess á leit við hann að forsetinn neiti að skrifa undir lög um Landsrétt. Lögum samkvæmt er það forsetinn sem skipar í embættin. Jón Þór vill að málinu verði vísað aftur til dómsmálaráðherra til ítarlegri umfjöllunar og vinnslu. Eins og fram hefur komið er stjórnarandstaðan á einu máli um að ríkisstjórnin og meirihlutinn, undir forystu Sigríðar Á Andersen dómsmálaráðherra, hafi beitt gerræðislegum vinnubrögðum við skipan dómara við nýtt millidómsstig; Landsrétt. Í umræðum á þingi í gær sagði Jón Þór að augljóslega verið verið að skipa í réttinn samkvæmt flokkspólitískum línum. Það væri dýrkeypt, það þýddi að í raun væri verið að svipta þetta dómsstig öllum trúverðugleika áður en það svo mikið sem tæki til starfa. „Alþingi kaus um dómara í Landsrétt í einum pakka en ekki um hvern fyrir sig eins og lög fyrirskipa,“ segir Jón Þór á Facebooksíðu sinni nú fyrir stundu. „Forseti Íslands verður að vera viss um þetta áður en hann skrifar undir. Forseti Íslands er síðasti öryggisventillinn í þessu máli. Hann getur neitað að skrifa undir og þá þarf þingið að vinna málið aftur.“ Jón Þór segist vera búinn að hringja í Guðna og var honum bent á að hringja síðar í dag. Jón Þór bendir á lög um Landsrétt. Forsetinn er síðasti útvörðurinn. „Lög um dómstóla 50/2016: Ákvæði til bráðabirgða. IV. IV. Skipun dómara við Landsrétt skal lokið eigi síðar en 1. [júní] 2017 og skulu dómarar skipaðir í embættið frá og með 1. janúar 2018. Þegar ráðherra gerir tillögu um skipun í embætti dómara við Landsrétt í fyrsta sinn skal hann leggja tillögu sína um hverja skipun fyrir Alþingi til samþykktar. Samþykki Alþingi tillögur ráðherra skal hann senda þær forseta Íslands sem skipar í embættin, sbr. 21. gr. Samþykki Alþingi ekki tillögu ráðherra um tiltekna skipun skal ráðherra leggja nýja tillögu fyrir Alþingi til samþykktar.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira