Tuttugu og fjögur lið hafa unnið Meistaradeildina en hvert þeirra er það besta? 2. júní 2017 19:15 Frábær lið. vísir/getty Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira
Úrslitaleikur Meistaradeildinnar fer fram á morgun en þar verður annað hvort Real Madrid eða Juventus 25. sigurvegarinn í Meistaradeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd árið 1992. Sama félagið hefur vissulega unnið Meistaradeildina oftar en einu sinni eins og Barcelona, AC Milan og Manchester United en hvert lið á sinn titil og sinn líftíma. Í tilefni úrslitaleiksins á morgun raðaði Michael Yokin, einn fremsti fótboltapenni Evrópu, öllum liðunum 24 í styrkleikaröð frá versta sigurliðinu til þess besta. Þetta gerði hann fyrir fótboltatímaritið Four Four Two og er ansi skemmtileg lesning. Versta liðið að hans mati sem unnið hefur Meistaradeildina er Marseille sem stóð uppi sem sigurvegari fyrsta tímabilið 1992-1993. Í liðinu voru leikmenn á borð við Didier Deschamps og Fabian Barthez sem síðar áttu eftir að verða heims- og Evrópumeistarar með Frakklandi. Chelsea-liðið sem vann árið 2012 er næst lélegast, AC Milan-liðið sem vann 2003 er í 22. sæti og Porto-liðið sem fagnaði sigri undir stjórn José Mourinho er í 21. sætinu. Barcelona er með tvö lið á meðal þeirra efstu fjögurra. Liðið sem vann árið 2015 er í fjórða sæti en það tímabilið fékk heimurinn að sjá MSN-þríeykið í fyrsta sinn. Bayern-liðið sem vann Dortmund á Wembley árið 2013 er í þriðja sæti. Lið Manchester United sem vann Bayern München á ótrúlegan hátt í úrslitaleiknum árið 1999 þykir næst besta liðið af öllum sem unnið hafa Meistaradeildina en það kemur kannski ekki á óvart að Barcelona-liðið 2009 þykir það besta. Það er af mörgum talið besta félagslið sögunnar.Hér má sjá allan listann.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15 Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30 Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Ægis fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Mbappé vinnur gullskóinn í fyrsta sinn Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Sjá meira
32 ár síðan ensku liðin voru sett í bann | Þessi félög misstu af leikjum í Evrópukeppni Í dag eru 32 ár síðan að ensku liðin voru sett í bann í Evrópukeppnum félagsliða vegna framkomu stuðningsmanna Liverpool í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða sem fram fór á Heysel-leikvanginum í Brussel. 2. júní 2017 15:15
Daily Mail: Bestu leikmenn í sögu Juventus Í tilefni þess að Juventus mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld valdi Daily Mail 20 bestu leikmenn í sögu ítalska félagsins. 2. júní 2017 16:30