Braut gegn tíu ára stjúpdóttur sinni á afmælisdegi hennar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 21:59 Stúlkan var tíu ára þegar maðurinn braut á henni. vísir/valli Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur hans árið 2015. Kynferðisbrotið átti sér stað á tíu ára afmælisdegi stúlkunnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað á kynfærum og rassi stúlkunnar og kysst hana á maga, bak og munn. Hann var ölvaður þegar hann braut gegn stúlkunni og bar fyrir sig minnisleysi við meðferð málsins, en neitaði sök í málinu.„Spurðu hann“ Móðir stúlkunnar tilkynnti atvikið. Henni hafði þótt dóttir sín öðruvísi en vanalega, en morguninn eftir atvikið átti stúlkan erfitt með að vakna og var nokkuð þreytuleg. Móðirin spurði stúlkuna hvort hún hefði verið að lesa bækur um nóttina og við það varð stúlkan skrítin á svipinn, að því er konan sagði fyrir dómi. Stúlkan hafi hálfpartinn glott, sagt: „spurðu hann“ og bent á manninn. Konan sagðist þá hafa fengið ónotatilfinningu því hún vissi að maðurinn hafði fengið sér í glas kvöldið áður. Stúlkan sagði mömmu sinni að maðurinn hefði komið inn í herbergi til hennar um nóttina. Hann hefði haldið í hönd hennar og kysst hana á höndina, magann og bakið. Hún hafi hins vegar gripið fyrir munninn þegar hann reyndi að kyssa hana á munninn. Þá sagði hún manninn hafa strokið bak sitt og „potað í hitt“ eða kynfæri hennar. Hún sagðist ekki hafa meitt sig en sagðist vera ótrúlega hrædd. Hún sagðist svo ekki þora að segja meira. Þá vildi stúlkan ekki segja dómara hvað maðurinn hefði gert og þegar hún var spurð hvað hún héldi að myndi gerast sagði hún: „Eitthvað hræðilegt.“Mundi tveimur árum síðar eftir að hafa komið inn í herbergið Maðurinn sem fyrr segir neitaði sök. Hann sagðist hafa drukkið einn pela af vodka en bar að öðru leyti fyrir sig algjöru minnisleysi við skýrslutöku lögreglu. Við aðalmeðferð málsins, tveimur árum síðar, sagðist hann hins vegar muna til þess að hafa komið í tvígang inn til stúlkunnar eftir að hafa heyrt í henni og talið að hún hefði fengið martröð og sagði hana hafa verið sofandi allan tímann. Hann neitaði sömuleiðis að vera haldinn barnagirnd. Hann var fyrir um tíu árum sakaður um kynferðisbrot gegn barni, en maðurinn sagði að það hefði verið rannsakað af lögreglu og hann verið hreinsaður af öllum grun. Hann hefur ekki hlotið refsidóm áður. Dómurinn taldi framburð mannsins ótrúverðugan og sagði að útlit væri fyrir að maðurinn hefði reynt að laga framburð sinn að frásögn stúlkunnar. „Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að brot hans beindist að stjúpdóttur hans á tíu ára afmælisdegi hennar. Með broti sínu brást hann trúnaðarskyldum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni og liggur fyrir að brotið hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola,“ segir í niðurstöðu dómsins. Manninum var gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur. Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í tíu mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur hans árið 2015. Kynferðisbrotið átti sér stað á tíu ára afmælisdegi stúlkunnar. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa káfað á kynfærum og rassi stúlkunnar og kysst hana á maga, bak og munn. Hann var ölvaður þegar hann braut gegn stúlkunni og bar fyrir sig minnisleysi við meðferð málsins, en neitaði sök í málinu.„Spurðu hann“ Móðir stúlkunnar tilkynnti atvikið. Henni hafði þótt dóttir sín öðruvísi en vanalega, en morguninn eftir atvikið átti stúlkan erfitt með að vakna og var nokkuð þreytuleg. Móðirin spurði stúlkuna hvort hún hefði verið að lesa bækur um nóttina og við það varð stúlkan skrítin á svipinn, að því er konan sagði fyrir dómi. Stúlkan hafi hálfpartinn glott, sagt: „spurðu hann“ og bent á manninn. Konan sagðist þá hafa fengið ónotatilfinningu því hún vissi að maðurinn hafði fengið sér í glas kvöldið áður. Stúlkan sagði mömmu sinni að maðurinn hefði komið inn í herbergi til hennar um nóttina. Hann hefði haldið í hönd hennar og kysst hana á höndina, magann og bakið. Hún hafi hins vegar gripið fyrir munninn þegar hann reyndi að kyssa hana á munninn. Þá sagði hún manninn hafa strokið bak sitt og „potað í hitt“ eða kynfæri hennar. Hún sagðist ekki hafa meitt sig en sagðist vera ótrúlega hrædd. Hún sagðist svo ekki þora að segja meira. Þá vildi stúlkan ekki segja dómara hvað maðurinn hefði gert og þegar hún var spurð hvað hún héldi að myndi gerast sagði hún: „Eitthvað hræðilegt.“Mundi tveimur árum síðar eftir að hafa komið inn í herbergið Maðurinn sem fyrr segir neitaði sök. Hann sagðist hafa drukkið einn pela af vodka en bar að öðru leyti fyrir sig algjöru minnisleysi við skýrslutöku lögreglu. Við aðalmeðferð málsins, tveimur árum síðar, sagðist hann hins vegar muna til þess að hafa komið í tvígang inn til stúlkunnar eftir að hafa heyrt í henni og talið að hún hefði fengið martröð og sagði hana hafa verið sofandi allan tímann. Hann neitaði sömuleiðis að vera haldinn barnagirnd. Hann var fyrir um tíu árum sakaður um kynferðisbrot gegn barni, en maðurinn sagði að það hefði verið rannsakað af lögreglu og hann verið hreinsaður af öllum grun. Hann hefur ekki hlotið refsidóm áður. Dómurinn taldi framburð mannsins ótrúverðugan og sagði að útlit væri fyrir að maðurinn hefði reynt að laga framburð sinn að frásögn stúlkunnar. „Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að brot hans beindist að stjúpdóttur hans á tíu ára afmælisdegi hennar. Með broti sínu brást hann trúnaðarskyldum sínum gagnvart stjúpdóttur sinni og liggur fyrir að brotið hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola,“ segir í niðurstöðu dómsins. Manninum var gert að greiða stúlkunni 800 þúsund krónur í miskabætur.
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Sjá meira