Segir ríkisstjórnina hafa vilja afgreiða Landsréttarmálið í skjóli nætur Anton Egilsson skrifar 3. júní 2017 14:47 Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður og varaformaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa viljað afgreiða tillögu um skipan dómara við Landsrétt í skóli nætur. Að hennar mati hafi málið þurft meiri tíma. Lilja var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínu Stöðvar 2 ásamt þeim Þorsteini Víglundssyni, félags- og jafnréttismálaráðherra, Loga Einarssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Rósu Björk Brynjólfsdóttur, þingmanni Vinstri grænna. Þar var farið yfir stærstu pólitísku mál vetrarins eins og nýlega skipun dómsmálaráðherra á fimmtán dómurum við Landsrétt. Töluvert fjaðrafok hefur myndast í kringum skipan dómara við Landsrétt, nýs millidómstigs, sem tekur til starfa þann 1.janúar á næsta ári. Af þeim fimmtán aðilum sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, lagði fyrir Alþingi á fimmtudag að yrðu skipaðir dómarar við réttinn voru fjórir þeirra sem ekki voru á lista hæfnisnefndar yfir þá sem töldust hæfastir til að gegna starfinu.Vildu að málinu yrði gefið meira rýmiLilja segist hafa viljað vinna málið í meiri sátt en úr varð. „Það sem við gerðum stóra athugasemd við er að málið þurfti meiri tíma og við stjórnarandstaðan komum með frávísunartillögu og hún er felld með einu atkvæði. Við vildum vinna þetta mál í miklu meiri sátt og buðum hreinlega upp á það. Hún segir stjórnarandstöðuna hafa biðlað til ríkisstjórnarinnar að gefa málinu meira rými. „Við segjum við ríkisstjórnina að gefa þessu meira rými og komum aftur saman.Okkur liggur bara ekkert á að fara að fara í sumarfrí vegna þess að þetta er söguleg stund og þetta snýr að réttarríkinu.“ Ríkisstjórnin hafi viljað afgreiða málið í skjóli nætur. „Hugsið ykkur það, það kemur nýr listi frá ráðherra á mánudegi og þau vildu afgreiða málið í skjóli nætur á aðfararnótt fimmtudags. Það þurfti ítrekað að gera fundarhlé til að semja um þetta, það er náttúrulega ekki boðlegt.“Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Sjá meira