Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. vísir/anton brink „Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
„Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira