Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. vísir/anton brink „Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira
„Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómálefnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjótin meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel-skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækjendur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefndinni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimarssonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráðherra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Sjá meira