Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Búist er við að Comey staðfesti meintan þrýsting Trump. vísir/epa James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray. Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Þar er búist við að hann muni staðfesta ásakanir um að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi þrýst á hann til þess að hætta rannsókn á meintum tengslum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Mikill titringur er í bandarískum stjórnmálum vegna málsins, en fundur öldungadeildarinnar verður fyrir opnum tjöldum.Aðdragandinn að uppsögninni Comey hefur mikið verið í sviðsljósinu og ítrekað komið sér í fréttir eftir að Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta. Trump sagði Comey upp störfum í síðasta mánuði eftir tillögu þess efnis frá dómsmálaráðherranum Jeff Sessions. Comey starfaði sem forstjóri í þrjú ár, en þetta er í annað sinn sem forstjóri FBI er rekinn úr starfi.Dómsmálaráðherrann Jeff Sessions lagði fram minnisblað þar sem hann ráðlagði Bandaríkjaforseta að láta forstjóra FBI fara.vísir/epaSarah Sanders, einn blaðafulltrúa Hvíta hússins, sagði í framhaldinu að Comey hefði verið rúinn trausti og að Trump hefði um nokkurt skeið íhugað að láta Comey fara. Seinna meir lýsti Hvíta húsið því yfir að Comey hefði verið látinn fjúka vegna rannsóknar á tölvupóstum móframbjóðanda Trump, Hillary Clinton. Það sem vakti hins vegar nokkra furðu var að Trump hafði áður lýst yfir fullu trausti á forstjórann en það var í kosningabaráttu hans eftir að FBI tilkynnti að rannsókn á tölvupóstum Clinton yrði hafin á ný. Trump virtist hafa horn í síðu Comey um nokkurt skeið áður en hann lét verða af því að víkja honum úr starfi, en áður hafði forstjórinn hafnað ásökunum Trump um að Obama hefði hlerað Trump í kosningabaráttunni.Hillary Clinton spilar stórt hlutverk í atburðarrás Comey og Trump.vísir/epaUppgefin ástæða brottrekstursins er talin nokkuð ótrúverðug því talið er nær fullvíst að rannsókn alríkislögreglunnar á meintum tengslum samstarfsmanna Trump við stjórnvöld í Rússlandi sé skýringin, og að þannig hafi Trump ætlað að stöðva rannsóknina. Þetta hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum þó aldrei viljað staðfesta. Comey hefur einnig verið sakaður um óeðlileg afskipti af kosningabaráttunni og bar hann vitni vegna þeirra ásakana en þar sagðist honum verða óglatt við tilhugsunina um að hafa hugsanlega haft áhrif á úrslit kosninganna.Óvæntar stefnur Comey frétti sjálfur af uppsögn sinni þegar hann var að flytja ræðu fyrir starfsmenn alríkislögreglunnar. Fréttir af uppsögninni birtust þar á sjónvarpsskjá fyrir aftan hann og taldi Comey að um hafi verið að ræða hrekk.Michael Flynn var þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. Hann hafði átt í samskiptum við Rússa - en laug því að hafa ekki gert það.vísir/afpMálið hefur tekið fleiri óvæntar stefnur en þar má meðal annars nefna að eftir að rannsókn á meintum tengslum Rússa hófst kom í ljós að Michael Flynn, þá verandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna, hafði átt í óeðlilegum samskiptum við sendiherra Rússlands – og sagt ósatt um þau. Flynn var í kjölfarið látinn fjúka.Vildi ekki vingast við forsetannNew York Times segist hafa heimildir fyrir því að Donald Trump hafi fari þess á leit við Comey að rannsókn á Flynn þjóðaröryggisráðgjafa yrði hætt: „I hope you can let this go,“ á Trump að hafa sagt við Comey. Má því gera ráð fyrir að þau mál beri á góma á fundinum á morgun. Miðað við framvindu mála síðastliðna mánuði er alls ekki óvíst að málið taki frekari stefnu, en líkt og fyrr segir er styrr vegna málsins á bandaríska þinginu.Trump tilnefndi í dag nýjan forstjóra FBI en það er lögfræðingurinn Christopher A. Wray.
Donald Trump Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira