Siggi Hlö hættir á Pipar eftir 20 ára starf Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 13:48 Fyrsti formlegi dagurinn sem Siggi Hlö er ekki í vinnu og hann fann sig númer 3 í Costcoröðinni í morgun. Sigurður Hlöðversson, sjónvarps-, útvarps- en fyrst og fremst auglýsingamaður – Siggi Hlö – tilkynnti samstarfsfólki sínu á auglýsingastofunni PIPAR\TBWA, nokkuð óvænt, að hann ætlaði að hætta hjá fyrirtækinu. „Ég veit það ekki. Allt galopið. Ég mun ekki þjást af verkefnaskorti,“ segir Siggi í samtali við Vísi. Hann segist hafa verið að velta þessu fyrir sér í dágóðan tíma en þetta hafi ekki verið auðvelt skref. Hann hefur starfað við að byggja upp fyrirtækið nú í 20 ár, en Pipar er ein stærsta auglýsingastofa landsins. „Ég hef verið að búa til þetta glæsilega fyrirtæki með góðu fólki. Verkefni mínu er lokið, stofan er komin í góðar hendur. Ágætt að finna sér eitthvað annað,“ segir Siggi Hlö. Hann er þó ekki að hugsa um að venda kvæði sínu í kross og finna sér annan starfsvettvang. Hann segist alltaf verða með einhverjar tær inni í bransanum, eins og hann orðar það. „Ég verð að leysa af á Bylgjunni, konan mín er með ferðaskrifstofu þar sem þarf, stöðugt verið að bjóða mér í kaffisopa.“ Siggi Hlö segist einnig ætla sér að lækka forgjöfina í golfinu í sumar. Hann er með 14,6 í forgjöf, sem er mjög virðuleg forgjöf, en stefnir á 13. „Það gæti orðið í sumar ef maður verður bara úti á velli. Ég er svolítið eins og barn sem enginn veit hvað á að gera við. Í dag var fyrsti formlegi dagurinn sem ég er ekki í vinnunni. Og hvar endaði ég ekki í morgun? Ég var númer þrjú í röðinni í Costco. Bara gaman að því.“ Siggi Hlö segir að skilnaður hans við fyrirtækið hafi verið í góðu. Hann er og verður áfram einn stærsti eigandi fyrirtækisins. Þetta var sem sagt ekki uppgjör milli hans og félaga hans Valgeirs Magnússonar – Valla Sport? „Ekkert uppgjör í dimmu reykherbergi. Við Valli erum bestu vinir og það breytist seint. Ég ekki orðinn fimmtugur. Maður á góðan sprett eftir. Í ögrandi verkefnum. Ég elska áskoranir.“ Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Sigurður Hlöðversson, sjónvarps-, útvarps- en fyrst og fremst auglýsingamaður – Siggi Hlö – tilkynnti samstarfsfólki sínu á auglýsingastofunni PIPAR\TBWA, nokkuð óvænt, að hann ætlaði að hætta hjá fyrirtækinu. „Ég veit það ekki. Allt galopið. Ég mun ekki þjást af verkefnaskorti,“ segir Siggi í samtali við Vísi. Hann segist hafa verið að velta þessu fyrir sér í dágóðan tíma en þetta hafi ekki verið auðvelt skref. Hann hefur starfað við að byggja upp fyrirtækið nú í 20 ár, en Pipar er ein stærsta auglýsingastofa landsins. „Ég hef verið að búa til þetta glæsilega fyrirtæki með góðu fólki. Verkefni mínu er lokið, stofan er komin í góðar hendur. Ágætt að finna sér eitthvað annað,“ segir Siggi Hlö. Hann er þó ekki að hugsa um að venda kvæði sínu í kross og finna sér annan starfsvettvang. Hann segist alltaf verða með einhverjar tær inni í bransanum, eins og hann orðar það. „Ég verð að leysa af á Bylgjunni, konan mín er með ferðaskrifstofu þar sem þarf, stöðugt verið að bjóða mér í kaffisopa.“ Siggi Hlö segist einnig ætla sér að lækka forgjöfina í golfinu í sumar. Hann er með 14,6 í forgjöf, sem er mjög virðuleg forgjöf, en stefnir á 13. „Það gæti orðið í sumar ef maður verður bara úti á velli. Ég er svolítið eins og barn sem enginn veit hvað á að gera við. Í dag var fyrsti formlegi dagurinn sem ég er ekki í vinnunni. Og hvar endaði ég ekki í morgun? Ég var númer þrjú í röðinni í Costco. Bara gaman að því.“ Siggi Hlö segir að skilnaður hans við fyrirtækið hafi verið í góðu. Hann er og verður áfram einn stærsti eigandi fyrirtækisins. Þetta var sem sagt ekki uppgjör milli hans og félaga hans Valgeirs Magnússonar – Valla Sport? „Ekkert uppgjör í dimmu reykherbergi. Við Valli erum bestu vinir og það breytist seint. Ég ekki orðinn fimmtugur. Maður á góðan sprett eftir. Í ögrandi verkefnum. Ég elska áskoranir.“
Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira