Sigurvin Ólafsson nýr ritstjóri DV Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2017 14:58 Sigurvin er reynslulítill á sviði blaðamennsku en hann lítur til þess að sér við hlið hefur hann reynsluboltann, landsliðsmanninn, Kolbrúnu Bergþórsdóttur. Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“ Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira
Sigurvin Ólafsson fyrrverandi knattspyrnukappi úr Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri DV hefur tekið við sem ritstjóri blaðsins og tekur sér sæti sem slíkur við hlið Kolbrúnar Bergþórsdóttur. Sigurvin, sem er lögfræðingur, hefur litla sem enga reynslu sem blaðamaður en hefur þó skrifað pistla sem birst hafa á Pressan.is. Honum líst vel á þessa nýju áskorun og segir í samtali við Vísi að hann hafi ekkert spáð í það sérstaklega hvernig honum verði tekið, reynslulausum sem slíkum, í stétt blaðamanna og meinhornanna sem þar leynast. „Ég ætla nú ekki að vera neitt sérstaklega áberandi. Ég er aðallega að fara að hjálpa til,“ segir Sigurvin.Gullmolar í textagerð leynast í stétt lögmanna DV, þetta fornfræga blað, hefur líkt og svo margir aðrir á fjölmiðlamarkaði, þurft að rifa seglin, fækka útgáfudögum og er nú orðið helgarblað sem kemur út einu sinni í viku, eða á föstudögum. Auk þess er rekinn vefur undir því nafni, sem Kristjón Kormákur stýrir. Ritstjórnina skipa um 12 manns. Sigurvin er lögfræðingur og hefur fengist við skriftir í tengslum við þau störf sín. Blaðamaður Vísis slær því fram að lögfræðingar séu þekktir fyrir hroðvirkni í textagerð en Sigurvin vill ekki fallast á það fortakslaust; það leynist þar gullmolar á milli, í textagerðinni.Kolbrún er landsliðsmaður í blaðamennsku Sigurvin hefur ekki beinharða reynslu af blaðamennsku. „Einhvern tíma var ég fréttamaður á RÚV, í sumarstarfi. Fyrir rúmum tíu árum. Annað er það nú ekki. Svo hef ég verið að vinna í kringum blaðið núna síðustu mánuði.“ Sigurvin þekkir því vel til stöðu mála. Og fer ekki í launkofa með að fjölmiðlarekstur sé erfiður nú um stundir. „Þetta er harður bransi. Og strögl. En hér er baráttuhugur.“ Sigurvin segist ekki vita hvort DV muni taka miklum breytingum með honum á ritstjórastóli. „Ekki eins og ég sé að koma úr öðru ritstjórastarfi. Ég spinn þetta einhvern veginn áfram. Ég á eftir að dýfa mér á kaf í þetta,“ segir Sigurvin. Hann lítur ekki síst til þess að sér við hlið hafi hann Kolbrúnu Bergþórsdóttur, þaulvanan blaðamann og ritstjóra: „Hún er náttúrlega landsliðsmaður. Reynslubolti.“
Fjölmiðlar Ráðningar Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Fleiri fréttir 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Sjá meira